Enski boltinn

Sir Alex: Ánægður með nýju demanta-miðjuna sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester United fagna marki á móti Newcastle.
Leikmenn Manchester United fagna marki á móti Newcastle. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur mikla trú á nýju demanta-miðju liðsins og telur að hún geti hjálpað liðinu mikið á þessu tímabili. Ferguson hefur stillt upp í þessu kerfi í síðustu leikjum en byrjaði á því í sigri á Newcastle í deildabikarnum.

4-4-2 demanta-miðjan hefur verið þannig í síðustu leikjum að Michael Carrick er djúpur á miðjunni, Shinji Kagawa og Tom Cleverley skiptast á að vera sitthvorum kantinum og fremstur á miðjunni er síðan Wayne Rooney. Rooney hefur lagt upp fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum í þessari nýju stöðu sinni.

„Við tókum áhættu því Newcastle-liðið er með góðar fyrirgjafir. Fótboltinn sem við spiluðum, í gegnum miðjuna og í gegnum þá Cleverley, Kagawa, Rooney og Carrick, var hinsvegar frábær," sagði Sir Alex Ferguson við Sky Sports.

„Af því að þetta kerfi gekk svo vel þá ætla að ég að sjá hversu langt við komust á því," sagði Sir Alex er United-liðið er nú í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fjórum stigum á eftir toppliði Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×