Blandaðar deildir geta skapað hættu Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. október 2012 00:00 Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs, býst við því að forsvarsmenn geðsviðs þurfi að biðla til almennings til að fjármagna framkvæmdir við nýja geðgjörgæsludeild á Landspítalanum. Fréttablaðið/Vilhelm Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. Aðbúnaði á geðdeildum Landspítalans (LSH) á Hringbraut er um margt ábótavant, að sögn framkvæmdastjóra geðsviðs spítalans. Fjórar legudeildir eru í húsinu; ein fíknideild og þrjár blandaðar móttökugeðdeildir, og litlir sem engir möguleikar til aðgreiningar eru fyrir hendi eftir veikindastigum fólks. Helsta vandamálið í bráðaþjónustunni er skortur á úrræðum fyrir veikustu einstaklingana og einnig hitt; að misveikir sjúklingar eru hafðir saman á deildum. Markar oft upphaf sjúkrasöguBráðaþætti geðþjónustu LSH fyrir fullorðna er sinnt í geðdeildarhúsinu við Hringbraut. Þangað koma hinir bráðveiku og sjúkrasaga flestra þeirra Íslendinga sem veikjast af geðsjúkdómi hefst í þeirri byggingu. Göngudeildarþjónustu og annarri meðferð er einnig sinnt í húsnæðinu. "Hér er margt sem getur betur farið, við erum ekki að draga fjöður yfir það," segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs. "Það má ýmislegt segja um hann, bæði gott og slæmt, en aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið." Aldraðir og árásargjarnir samanSem stendur er fólki með afar ólíkar þarfir sinnt á sömu stöðum á deildunum. Páll segir nauðsynlegt að breyta því, vegna allra þeirra sem í hlut eiga. "Það er jafnvel verið að sinna fólki sem veit varla hvar það er statt í sömu herbergjum og fólk, sem er langt komið í bataferli, er að fá heimsóknir. Með því er í raun verið að ráðast inn í einkalíf mun veikara fólks," segir hann. Þá sé öldruðu fólki og mæðrum með lítil börn sinnt í sama rými og mjög órólegum og jafnvel árásargjörnum einstaklingum. Það sé því veigamikið öryggisatriði að skilja það fólk að. "Það getur skapað mikið vandamál að blanda sjúklingum með ólíkar hjúkrunarþarfir saman eins og gert er á Hringbraut. Þetta verður oftar en ekki til þess að athygli starfsfólks fer að mestu leyti í einn eða tvo veikustu sjúklingana," segir Páll, en sjúklingar hafa oft kvartað yfir skorti á athygli og því að hafa lítið sem ekkert við að vera. Reynt hafi verið að koma til móts við það eins og hægt sé. Geðgjörgæsla brýnt úrræðiMjög misveiku fólki er blandað saman inni á geðdeildum Landspítalans og langflestir deila sjúkrastofu með öðrum. Það getur verið veigamikið öryggisatriði að skilja fólk að.Legudeildirnar á Hringbraut eru á tveimur göngum. Á öðrum er reynt að hafa órólegri sjúklinga; til dæmis fólk í mikilli maníu og þá sem er gætt vegna sjálfsvígshættu, og reynt er að hafa ganginn lokaðan þar sem yfirseta starfsfólks er stundum nauðsynleg. Því hefur staðið til í nokkurn tíma að setja á laggirnar svokallaða geðgjörgæsludeild og eiga framkvæmdir að hefjast á næstu mánuðum, ef allt gengur að óskum. Einni af móttökudeildunum verður þá breytt til að veita allra veikasta fólkinu þjónustu.Þurfa að biðla til almennings Verkefnið er ekki hugsað í sparnaðarskyni heldur til að bæta aðbúnað sjúklinga og starfsmanna. Áætlað er að framkvæmdirnar muni kosta um 120 milljónir króna og deildinni verður að loka í tvo til þrjá mánuði á meðan á þeim stendur. Ekki hefur verið lögð fram formleg beiðni um fjármögnun til stjórnvalda vegna breytinganna og Páll veit ekki hvort það verður gert. "Við þurfum auðvitað fjármagn í þessar aðkallandi breytingar og erum að klóra okkur í höfðinu yfir því," segir Páll. "Fjármögnunin mun ganga erfiðlega og eflaust þurfum við að biðla til almennings að hluta." Ólíkar þarfir skapa vandamálEins og áður sagði mun gjörgæsludeildin sinna allra veikasta fólkinu; þeim sjúklingum sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum. Þá er úrræðið einnig hugsað til að standa vörð um virðingu þeirra sem eru hvað veikastir. Páll segir allt verða gert til að auka öryggi og tryggja þjónustu svo fólki batni sem fyrst og komist á aðrar deildir. Hinar móttökugeðdeildirnar muni einnig njóta góðs af breytingunum. Enn ólað niður á NorðurlöndunumForsvarsmenn geðsviðs LSH fengu til sín sérfræðinga frá Bretlandi til að taka deildina út og leggja til breytingar. Teikningar af hinni nýju deild eru fullunnar. "Okkar aðstaða er líkari þeirri á Bretlandi en hinum Norðurlöndunum hvað þennan hóp varðar," segir Páll, en hann starfaði á geðgjörgæsludeild þar í landi. "Á Norðurlöndunum er til dæmis enn algengt að fólk sé ólað niður ef það er órólegt. Við gerum það hins vegar ekki og það gera Bretar ekki heldur." Kallar á heildarendurskoðunFramtíðarsýn geðsviðsins er að eingöngu verði einmenningsherbergi á deildunum, en meirihluti þeirra er nú tveggja manna. Vissulega er reynt að raða fólki saman eins vel og hægt er, en það dugar þó ekki alltaf til. "Deildin verður eins og einn nagli í naglasúpuna. Með henni munum við svo þurfa að endurskoða verkferla og heildarmynd því við erum alltaf að leita að leiðum til að hrista upp í kerfinu og ýta undir nýjar og betri vinnuaðferðir." Geðsviðið sinnir langstærstum hluta sérfræðiþjónustu fyrir geðsjúka á landinu og allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Niðurskurður á sviðinu síðustu fjögur ár hefur verið um 23 prósent, en að mati Páls hefur hann náðst án þess að skerða þjónustu við sjúklinga og þeirra öryggi sé áfram tryggt. Kleppur í 100 ár – Órólegu deildirnar á Kleppi – 1951"Í lok styrjaldarinnar var hafist handa við að byggja tvær deildir handa við að byggja tvær deildir sem ætlaðar voru erfiðustu og órólegustu sjúklingunum. Helgi Tómasson [yfirlæknir á Kleppi] hafði lengi barist fyrir byggingu þessara deilda enda sagði hann að þær hefði vantað þegar Nýi-Kleppur var vígður árið 1929. […] Þessi bygging bætti úr brýnni þörf og vinnuaðstaða öll batnaði. Nýtt hugtak, "órólega deildin á Kleppi", bættist í orðaforða þjóðarinnar […]."Úr bók Óttars Guðmundssonar, Kleppur í 100 ár. Lítið um ný lyfEngin ný tímamótageðlyf hafa komið fram á sjónarsviðið á síðustu tíu árum. Að sögn Páls hefur þekking á lyfjunum aukist undanfarið, þar á meðal hvaða vandamál geta fylgt þeim, meðal annars aukin meðvitund á ávanahættu róandi lyfja eins og hefur verið fjallað mikið um í fjölmiðlum undanfarin misseri. Biðlistar mikið vandamálGeðsvið spítalans hafa þá sérstöðu að þar eru bæði biðlistar eftir innlögn og einnig eftir útskrift vegna þess að framhaldsúrræði skortir. Um 400 manns eru nú á biðlista eftir þjónustu á göngudeildum Landspítalans. "Við önnum ekki eftirspurn og það er rúmlega fjögurra mánaða bið eftir að komast í meðferð á göngudeild," segir Páll. "Það er mikið vandamál. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætti að sinna stærri hluta af einfaldari vandamálum, því að þetta gengur ekki svona." Mikill meirihluti sjúklinga ánægðurSjúklingar á geðsviði eru almennt ánægðir með þjónustuna, samkvæmt skoðanakönnun sem gæðaráð sviðsins hefur gert undanfarin ár. Niðurstöðurnar í fyrra voru svipaðar og árið á undan, en um 84% sjúklinga telja þjónustuna hjálplega, viðeigandi og alúðlega. Áfram er þó kvartað undir skorti á einhverju að fást við og hluti sjúklinga upplifir sig óöruggan á legudeildum. Þá er starfsfólk geðsviðs ívið ánægðara með sitt umhverfi heldur en almennt gengur og gerist á LSH. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00 Ísland alltaf verið töluvert á eftir Því fyrr sem meðferð vegna geðsjúkdóma hefst þeim mun minni líkur eru á langvarandi örorku. Eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi er á Laugarásvegi. Kynjahlutföll eru afar skökk. Neysla kannabisefna meðal hópsins hefur aukist. 12. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00 Geðveikt fólk er ekki alltaf brjálað Sjúklingur á geðdeild LSH segir nauðsynlegt að skilja fólk betur að inni á deildunum. Hún merkir mun á starfsfólkinu eftir niðurskurð síðustu ára og segir álagið ólíðandi. Hún finnur fyrir fordómum gagnvart geðsjúkum, bæði frá sjálfri sér og samfélaginu. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. Aðbúnaði á geðdeildum Landspítalans (LSH) á Hringbraut er um margt ábótavant, að sögn framkvæmdastjóra geðsviðs spítalans. Fjórar legudeildir eru í húsinu; ein fíknideild og þrjár blandaðar móttökugeðdeildir, og litlir sem engir möguleikar til aðgreiningar eru fyrir hendi eftir veikindastigum fólks. Helsta vandamálið í bráðaþjónustunni er skortur á úrræðum fyrir veikustu einstaklingana og einnig hitt; að misveikir sjúklingar eru hafðir saman á deildum. Markar oft upphaf sjúkrasöguBráðaþætti geðþjónustu LSH fyrir fullorðna er sinnt í geðdeildarhúsinu við Hringbraut. Þangað koma hinir bráðveiku og sjúkrasaga flestra þeirra Íslendinga sem veikjast af geðsjúkdómi hefst í þeirri byggingu. Göngudeildarþjónustu og annarri meðferð er einnig sinnt í húsnæðinu. "Hér er margt sem getur betur farið, við erum ekki að draga fjöður yfir það," segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs. "Það má ýmislegt segja um hann, bæði gott og slæmt, en aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið." Aldraðir og árásargjarnir samanSem stendur er fólki með afar ólíkar þarfir sinnt á sömu stöðum á deildunum. Páll segir nauðsynlegt að breyta því, vegna allra þeirra sem í hlut eiga. "Það er jafnvel verið að sinna fólki sem veit varla hvar það er statt í sömu herbergjum og fólk, sem er langt komið í bataferli, er að fá heimsóknir. Með því er í raun verið að ráðast inn í einkalíf mun veikara fólks," segir hann. Þá sé öldruðu fólki og mæðrum með lítil börn sinnt í sama rými og mjög órólegum og jafnvel árásargjörnum einstaklingum. Það sé því veigamikið öryggisatriði að skilja það fólk að. "Það getur skapað mikið vandamál að blanda sjúklingum með ólíkar hjúkrunarþarfir saman eins og gert er á Hringbraut. Þetta verður oftar en ekki til þess að athygli starfsfólks fer að mestu leyti í einn eða tvo veikustu sjúklingana," segir Páll, en sjúklingar hafa oft kvartað yfir skorti á athygli og því að hafa lítið sem ekkert við að vera. Reynt hafi verið að koma til móts við það eins og hægt sé. Geðgjörgæsla brýnt úrræðiMjög misveiku fólki er blandað saman inni á geðdeildum Landspítalans og langflestir deila sjúkrastofu með öðrum. Það getur verið veigamikið öryggisatriði að skilja fólk að.Legudeildirnar á Hringbraut eru á tveimur göngum. Á öðrum er reynt að hafa órólegri sjúklinga; til dæmis fólk í mikilli maníu og þá sem er gætt vegna sjálfsvígshættu, og reynt er að hafa ganginn lokaðan þar sem yfirseta starfsfólks er stundum nauðsynleg. Því hefur staðið til í nokkurn tíma að setja á laggirnar svokallaða geðgjörgæsludeild og eiga framkvæmdir að hefjast á næstu mánuðum, ef allt gengur að óskum. Einni af móttökudeildunum verður þá breytt til að veita allra veikasta fólkinu þjónustu.Þurfa að biðla til almennings Verkefnið er ekki hugsað í sparnaðarskyni heldur til að bæta aðbúnað sjúklinga og starfsmanna. Áætlað er að framkvæmdirnar muni kosta um 120 milljónir króna og deildinni verður að loka í tvo til þrjá mánuði á meðan á þeim stendur. Ekki hefur verið lögð fram formleg beiðni um fjármögnun til stjórnvalda vegna breytinganna og Páll veit ekki hvort það verður gert. "Við þurfum auðvitað fjármagn í þessar aðkallandi breytingar og erum að klóra okkur í höfðinu yfir því," segir Páll. "Fjármögnunin mun ganga erfiðlega og eflaust þurfum við að biðla til almennings að hluta." Ólíkar þarfir skapa vandamálEins og áður sagði mun gjörgæsludeildin sinna allra veikasta fólkinu; þeim sjúklingum sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum. Þá er úrræðið einnig hugsað til að standa vörð um virðingu þeirra sem eru hvað veikastir. Páll segir allt verða gert til að auka öryggi og tryggja þjónustu svo fólki batni sem fyrst og komist á aðrar deildir. Hinar móttökugeðdeildirnar muni einnig njóta góðs af breytingunum. Enn ólað niður á NorðurlöndunumForsvarsmenn geðsviðs LSH fengu til sín sérfræðinga frá Bretlandi til að taka deildina út og leggja til breytingar. Teikningar af hinni nýju deild eru fullunnar. "Okkar aðstaða er líkari þeirri á Bretlandi en hinum Norðurlöndunum hvað þennan hóp varðar," segir Páll, en hann starfaði á geðgjörgæsludeild þar í landi. "Á Norðurlöndunum er til dæmis enn algengt að fólk sé ólað niður ef það er órólegt. Við gerum það hins vegar ekki og það gera Bretar ekki heldur." Kallar á heildarendurskoðunFramtíðarsýn geðsviðsins er að eingöngu verði einmenningsherbergi á deildunum, en meirihluti þeirra er nú tveggja manna. Vissulega er reynt að raða fólki saman eins vel og hægt er, en það dugar þó ekki alltaf til. "Deildin verður eins og einn nagli í naglasúpuna. Með henni munum við svo þurfa að endurskoða verkferla og heildarmynd því við erum alltaf að leita að leiðum til að hrista upp í kerfinu og ýta undir nýjar og betri vinnuaðferðir." Geðsviðið sinnir langstærstum hluta sérfræðiþjónustu fyrir geðsjúka á landinu og allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Niðurskurður á sviðinu síðustu fjögur ár hefur verið um 23 prósent, en að mati Páls hefur hann náðst án þess að skerða þjónustu við sjúklinga og þeirra öryggi sé áfram tryggt. Kleppur í 100 ár – Órólegu deildirnar á Kleppi – 1951"Í lok styrjaldarinnar var hafist handa við að byggja tvær deildir handa við að byggja tvær deildir sem ætlaðar voru erfiðustu og órólegustu sjúklingunum. Helgi Tómasson [yfirlæknir á Kleppi] hafði lengi barist fyrir byggingu þessara deilda enda sagði hann að þær hefði vantað þegar Nýi-Kleppur var vígður árið 1929. […] Þessi bygging bætti úr brýnni þörf og vinnuaðstaða öll batnaði. Nýtt hugtak, "órólega deildin á Kleppi", bættist í orðaforða þjóðarinnar […]."Úr bók Óttars Guðmundssonar, Kleppur í 100 ár. Lítið um ný lyfEngin ný tímamótageðlyf hafa komið fram á sjónarsviðið á síðustu tíu árum. Að sögn Páls hefur þekking á lyfjunum aukist undanfarið, þar á meðal hvaða vandamál geta fylgt þeim, meðal annars aukin meðvitund á ávanahættu róandi lyfja eins og hefur verið fjallað mikið um í fjölmiðlum undanfarin misseri. Biðlistar mikið vandamálGeðsvið spítalans hafa þá sérstöðu að þar eru bæði biðlistar eftir innlögn og einnig eftir útskrift vegna þess að framhaldsúrræði skortir. Um 400 manns eru nú á biðlista eftir þjónustu á göngudeildum Landspítalans. "Við önnum ekki eftirspurn og það er rúmlega fjögurra mánaða bið eftir að komast í meðferð á göngudeild," segir Páll. "Það er mikið vandamál. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætti að sinna stærri hluta af einfaldari vandamálum, því að þetta gengur ekki svona." Mikill meirihluti sjúklinga ánægðurSjúklingar á geðsviði eru almennt ánægðir með þjónustuna, samkvæmt skoðanakönnun sem gæðaráð sviðsins hefur gert undanfarin ár. Niðurstöðurnar í fyrra voru svipaðar og árið á undan, en um 84% sjúklinga telja þjónustuna hjálplega, viðeigandi og alúðlega. Áfram er þó kvartað undir skorti á einhverju að fást við og hluti sjúklinga upplifir sig óöruggan á legudeildum. Þá er starfsfólk geðsviðs ívið ánægðara með sitt umhverfi heldur en almennt gengur og gerist á LSH.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00 Ísland alltaf verið töluvert á eftir Því fyrr sem meðferð vegna geðsjúkdóma hefst þeim mun minni líkur eru á langvarandi örorku. Eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi er á Laugarásvegi. Kynjahlutföll eru afar skökk. Neysla kannabisefna meðal hópsins hefur aukist. 12. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00 Geðveikt fólk er ekki alltaf brjálað Sjúklingur á geðdeild LSH segir nauðsynlegt að skilja fólk betur að inni á deildunum. Hún merkir mun á starfsfólkinu eftir niðurskurð síðustu ára og segir álagið ólíðandi. Hún finnur fyrir fordómum gagnvart geðsjúkum, bæði frá sjálfri sér og samfélaginu. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Fordómarnir finnast líka í kerfinu Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. 16. október 2012 08:00
Ísland alltaf verið töluvert á eftir Því fyrr sem meðferð vegna geðsjúkdóma hefst þeim mun minni líkur eru á langvarandi örorku. Eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi er á Laugarásvegi. Kynjahlutföll eru afar skökk. Neysla kannabisefna meðal hópsins hefur aukist. 12. október 2012 00:01
Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00
Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00
Geðveikt fólk er ekki alltaf brjálað Sjúklingur á geðdeild LSH segir nauðsynlegt að skilja fólk betur að inni á deildunum. Hún merkir mun á starfsfólkinu eftir niðurskurð síðustu ára og segir álagið ólíðandi. Hún finnur fyrir fordómum gagnvart geðsjúkum, bæði frá sjálfri sér og samfélaginu. 11. október 2012 00:01