Innlent

Pétur Jóhann mætti á Edduna í hlébarðabúningi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Jóhann Sigfússon ásamt Þorsteini Guðmundssyni.
Pétur Jóhann Sigfússon ásamt Þorsteini Guðmundssyni.
Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur stal senunni á Eddunni í kvöld þegar að hann afhenti bestu leikkonu ársins verðlaun ásamt Þorsteini Guðmundssyni leikara íklæddur hlébarðabúningi.

Pétur fetaði þannig í fótspor Bjarnheiðar Hannesdóttur sem vakti gríðarlega athygli í fyrra þegar hún afhenti verðlaun fyrir vin sinn í þessum sama galla á Eddunni. „Bjarnheiður Hannesdóttir sá sér ekki fært að mæta þannig að ég hringdi í hana," sagði Pétur Jóhann og tók fram að hann teldi nú að gallinn hefði farið betur á Bjarnheiði en honum sjálfum. „Því er ekki að neita," sagði hann.

Eddan er sýnd á Stöð 2 og Vísi og þú getur horft með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×