Straumhvörf í stéttabaráttu Andrea J. Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2012 06:00 Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna (HH) talað fyrir réttlætiskröfum um almennar leiðréttingar á höfuðstól lána og afnám verðtryggingar í rúm þrjú ár. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum samtakanna njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings og ætla samtökin að afhenda þær forseta Íslands, sem er samkvæmt stjórnarskránni hluti af stjórnvöldum landsins. ASÍ fulltrúi atvinnurekenda eða launþega?Barátta HH hefur snúist um kjarabaráttu sem verkalýðshreyfingin hefur ekki viljað taka þátt í, nema með örfáum undantekningum. Sjálfsagt hefðu samtökin aldrei orðið til ef forseti ASÍ hefði ekki lagst gegn frystingu vísitölunnar haustið 2008. Forseti ASÍ er ekki kjörinn í allsherjarkosningu heldur hafa fulltrúar, handgengnir forystunni, atkvæðisrétt. Þá hefur ASÍ lagst gegn því að stjórnir lífeyrissjóða verði kosnar beint af sjóðsfélögum. Eins hefur ASÍ viljað halda fulltrúum Samtaka atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna. Afstaða ASÍ er óskiljanleg. Þangað til við komum að þversögn verkalýðshreyfingarinnar. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir hefur gert doktorsverkefni um tengsl og samgróna innviði íslenska fjármálageirans og verkalýðssamtaka. Hún vill meina að fjármálaleg og raunverulega pólitísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sameiginlega hafa þessi samtök verið ríkjandi í hagstjórn Íslands síðastliðinn áratug. Aðalleiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa atvinnurekanda innan stjórna almenna lífeyrissjóðskerfisins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir félagsmenn sína. Straumhvörf í kjarabaráttu?Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur hefur skrifað um hvernig hinn almenni launamaður skuldar nú lánardrottni sínum að meðaltali tvöfaldar til þrefaldar árstekjur sínar og að vaxtakjör séu farin að skipta meira eða jafnmiklu máli og launakjör. Hann vakti athygli á því að það þyrfti stéttarsamtök skuldara rétt eins og stéttarsamtök launþega. HH eru vísir að „stéttarsamtökum skuldara“ þó þau hafi ekki enn haft aðkomu að kjaraviðræðum, aðra en þá að skrifa forystu ASÍ og verkalýðsfélaganna hvatningu í síðustu kjaraviðræðum sem gekk út á það að huga að lánakjörum, almennum leiðréttingum og afnámi verðtryggingar – en við litlar undirtektir. Stjórn HH hefur hug á að bjóða verkalýðsfélögum að ganga til liðs við HH og mynda saman ný regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga sem ekki myndu skilja lánakjör útundan í baráttunni fyrir bættum hag félagsmanna. Þak yfir höfuðið er vissulega einn mikilvægasti þáttur í lífi hvers manns og telst til mannréttinda og því ekki úr vegi að leggja mikla áherslu á að það fáist á viðráðanlegu verði – en ekki þeim okurlánum sem hér hafa tíðkast. Stjórn HH ætlar sér að leggja könnun fyrir félagsmenn þar sem m.a. verður spurt út í afstöðu félagsmanna til framtíðar samtakanna. Um leið og félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni segjum við umræðuna um stétta- og kjarabaráttu 21. aldarinnar hafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna (HH) talað fyrir réttlætiskröfum um almennar leiðréttingar á höfuðstól lána og afnám verðtryggingar í rúm þrjú ár. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum samtakanna njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings og ætla samtökin að afhenda þær forseta Íslands, sem er samkvæmt stjórnarskránni hluti af stjórnvöldum landsins. ASÍ fulltrúi atvinnurekenda eða launþega?Barátta HH hefur snúist um kjarabaráttu sem verkalýðshreyfingin hefur ekki viljað taka þátt í, nema með örfáum undantekningum. Sjálfsagt hefðu samtökin aldrei orðið til ef forseti ASÍ hefði ekki lagst gegn frystingu vísitölunnar haustið 2008. Forseti ASÍ er ekki kjörinn í allsherjarkosningu heldur hafa fulltrúar, handgengnir forystunni, atkvæðisrétt. Þá hefur ASÍ lagst gegn því að stjórnir lífeyrissjóða verði kosnar beint af sjóðsfélögum. Eins hefur ASÍ viljað halda fulltrúum Samtaka atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna. Afstaða ASÍ er óskiljanleg. Þangað til við komum að þversögn verkalýðshreyfingarinnar. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir hefur gert doktorsverkefni um tengsl og samgróna innviði íslenska fjármálageirans og verkalýðssamtaka. Hún vill meina að fjármálaleg og raunverulega pólitísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sameiginlega hafa þessi samtök verið ríkjandi í hagstjórn Íslands síðastliðinn áratug. Aðalleiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa atvinnurekanda innan stjórna almenna lífeyrissjóðskerfisins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir félagsmenn sína. Straumhvörf í kjarabaráttu?Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur hefur skrifað um hvernig hinn almenni launamaður skuldar nú lánardrottni sínum að meðaltali tvöfaldar til þrefaldar árstekjur sínar og að vaxtakjör séu farin að skipta meira eða jafnmiklu máli og launakjör. Hann vakti athygli á því að það þyrfti stéttarsamtök skuldara rétt eins og stéttarsamtök launþega. HH eru vísir að „stéttarsamtökum skuldara“ þó þau hafi ekki enn haft aðkomu að kjaraviðræðum, aðra en þá að skrifa forystu ASÍ og verkalýðsfélaganna hvatningu í síðustu kjaraviðræðum sem gekk út á það að huga að lánakjörum, almennum leiðréttingum og afnámi verðtryggingar – en við litlar undirtektir. Stjórn HH hefur hug á að bjóða verkalýðsfélögum að ganga til liðs við HH og mynda saman ný regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga sem ekki myndu skilja lánakjör útundan í baráttunni fyrir bættum hag félagsmanna. Þak yfir höfuðið er vissulega einn mikilvægasti þáttur í lífi hvers manns og telst til mannréttinda og því ekki úr vegi að leggja mikla áherslu á að það fáist á viðráðanlegu verði – en ekki þeim okurlánum sem hér hafa tíðkast. Stjórn HH ætlar sér að leggja könnun fyrir félagsmenn þar sem m.a. verður spurt út í afstöðu félagsmanna til framtíðar samtakanna. Um leið og félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni segjum við umræðuna um stétta- og kjarabaráttu 21. aldarinnar hafna.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar