Innlent

Vinna verkefnisstjórnar gildi

Virkjanir í neðri hluta Þjórsá eru og hafa verið bitbein ólíkra hagsmunaaðila.
Virkjanir í neðri hluta Þjórsá eru og hafa verið bitbein ólíkra hagsmunaaðila. fréttablaðið/anton
Samorka – samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, samþykkti ályktun á aðalfundi sínum í gær þar sem vonbrigðum er lýst af stöðu rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Samorka vill að stuðst verði við faglega röðun verkefnisstjórnar frá því í júní 2011.

Þá ítrekaði aðalfundurinn andstöðu samtakanna við hugmyndir um að færa auðlindarannsóknir og auðlindastýringu undir umhverfisráðuneytið. Samorka telur það óeðlilega stjórnsýslu að ráðuneytið hafi bæði yfir rannsóknum og nýtingu að segja ásamt umhverfismati og skipulagsmálum.

Samtökin telja að í áralöngu starfi verkefnisstjórnarinnar hafi sjónarmið um náttúruvernd mikið vægi þar sem almenningur fékk ítrekuð tækifæri til að setja fram sín sjónarmið. Var það von Samorku að vinnan gæti orðið grundvöllur fyrir aukinni sátt um orkunýtingu og verndun.

„Í drögum að tillögu til þingsályktunar sem kynnt voru í ágúst hafði verið vikið frá faglegri forgangsröðun verkefnisstjórnar og niðurstöður hennar eru nú staddar öðru sinni í ógegnsæju samningaferli á vettvangi stjórnvalda,“ segir í ályktun fundarins. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×