Innlent

Vilja að ráðherra hlutist til

Hópur foreldra er á móti sameiningunni og fór á fund menntamálaráðherra.
Hópur foreldra er á móti sameiningunni og fór á fund menntamálaráðherra. fréttablaðið/vilhelm
Hópur foreldra barna í Hamra- og Húsaskóla í Grafarvogi óskaði eftir því við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra á fimmtudag að hún skoði sameiningu skólanna. Unglingadeildir skólanna eiga að sameinast Foldaskóla í haust.

Hópurinn telur að ekki hafi verið hlustað á sjónarmið hans, en foreldrarnir í hópnum vilja ekki að af sameiningunni verði. Því óska þeir eftir því að ráðuneytið taki afstöðu og leitist við að svara lögfræðilegum álitamálum sem þeir telja til staðar.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×