Flestir vilja takmarka setu forseta Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. júní 2012 18:34 Rúm sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á dögunum telja að takmarka beri þann fjölda kjörtímabila sem forseti Íslands getur setið. Það kemur ekki á óvart að mest er andstaðan við slíkt á meðal stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir sem vilja takmarka setu forsetans eru þó ekki á einu máli um hve lengi hann geti gegnt embættinu. Fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja setja mörkin við eitt kjörtímabil, Nítján prósent við tvö kjörtímabil og tuttugu og sjö prósent vilja að forseti geti aðeins setið þrjú kjörtímabik. Átta prósent nefndu síðan fjögur kjörtímabil og eitt prósent nefndi fimm eða fleiri kjörtímabil. Þrjátíu og níu prósent aðspurðra voru hinsvegar á því að engin takmörk ættu að vera á því hve lengi forseti sitji í embætti. Þegar litið er til þess hvaða frambjóðanda menn styðja í kosningunum kemur ekki á óvart að fimmtíu og sjö prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson vilja engin takmörk í þessum efnum. Átján prósent stuðningsmanna Ólafs segjast reyndar vilja setja mörkin við þrjú tímabil, en nái Ólafur Ragnar kjöri í kosningunum sem fram undan eru, mun hann hefja sitt fimmta kjörtímabil. Á meðal óákveðinna kjósenda virðist einnig ríkur vilji til að takmarka setu forsetans, en sextíu og fimm prósent þeirra vill einhverskonar mörk í þessu sambandi. Þeir sem segjast ekki ætla að taka þátt í kosningunum eða skila auðu eru einnig hallir undir takmarkanir, sextíu prósent þeirra vilja festa það í lög hve lengi forseti geti setið á Bessastöðum. Hringt var í 1500 manns þann 13. og 14. júní síðastliðinn. 88% tóku afstöðu til spurningarinnar. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Rúm sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á dögunum telja að takmarka beri þann fjölda kjörtímabila sem forseti Íslands getur setið. Það kemur ekki á óvart að mest er andstaðan við slíkt á meðal stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir sem vilja takmarka setu forsetans eru þó ekki á einu máli um hve lengi hann geti gegnt embættinu. Fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja setja mörkin við eitt kjörtímabil, Nítján prósent við tvö kjörtímabil og tuttugu og sjö prósent vilja að forseti geti aðeins setið þrjú kjörtímabik. Átta prósent nefndu síðan fjögur kjörtímabil og eitt prósent nefndi fimm eða fleiri kjörtímabil. Þrjátíu og níu prósent aðspurðra voru hinsvegar á því að engin takmörk ættu að vera á því hve lengi forseti sitji í embætti. Þegar litið er til þess hvaða frambjóðanda menn styðja í kosningunum kemur ekki á óvart að fimmtíu og sjö prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson vilja engin takmörk í þessum efnum. Átján prósent stuðningsmanna Ólafs segjast reyndar vilja setja mörkin við þrjú tímabil, en nái Ólafur Ragnar kjöri í kosningunum sem fram undan eru, mun hann hefja sitt fimmta kjörtímabil. Á meðal óákveðinna kjósenda virðist einnig ríkur vilji til að takmarka setu forsetans, en sextíu og fimm prósent þeirra vill einhverskonar mörk í þessu sambandi. Þeir sem segjast ekki ætla að taka þátt í kosningunum eða skila auðu eru einnig hallir undir takmarkanir, sextíu prósent þeirra vilja festa það í lög hve lengi forseti geti setið á Bessastöðum. Hringt var í 1500 manns þann 13. og 14. júní síðastliðinn. 88% tóku afstöðu til spurningarinnar.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira