Sæstrengur til skoðunar af fullri alvöru hjá báðum ríkjum Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2012 20:30 Heimsókn orkumálaráðherra Bretlands til Íslands staðfestir að sæstrengur milli landanna er kominn til skoðunar fyrir alvöru. Ráðherrann átti viðræður við utanríkisráðherra og Landsvirkjun um málið í dag. Breski orkumálaráðherrann, Charles Hendry, hóf daginn á ráðstefnu í höfuðstöðvum Arion banka. Þar sagði hann gríðarleg tækifæri felast í sæstreng milli landanna en forsendan væri sú að báðir aðilar sæju sér hag í verkefninu. „Frumkvæðið verður að koma frá framleiðslulandinu," sagði ráðherrann í viðtali við Stöð 2. „Það verður að ákveða að það vilji taka þátt í ferlinu og að það hagnist efnahagslega á því," sagði Hendry og bætti við að með sæstreng fengju báðar þjóðir betra orkuöryggi og hagstæð viðskipti. Í erindum á ráðstefnunni kom fram að sæstrengur myndi kosta yfir 300 milljarða króna og yrði í fyrsta lagi kominn eftir átta ár. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, leggur áherslu á að það sé aðeins verið að skoða verkefnið og það muni taka minnst tvö ár að meta kostina fyrir Íslendinga og Breta. Það sé hins vegar full alvara hjá báðum að skoða málið. Íslandsheimsókn breska ráðherrans undirstrikar þann þunga sem stjórnvöld beggja landa leggja nú í málið en eftir fund með Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra í gær ræddi Charles Hendry við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag, sem og við ráðamenn Landsvirkjunar, sem segja forsenduna að breið sátt ríki um sæstreng. „Þetta er það stórt verkefni og tekur það langan tíma og á margan hátt breytir það íslenskum orkumarkaði. Það er að okkar mati óráð að fara í verkefnið nema um það sé breið samstaða," segir forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Heimsókn orkumálaráðherra Bretlands til Íslands staðfestir að sæstrengur milli landanna er kominn til skoðunar fyrir alvöru. Ráðherrann átti viðræður við utanríkisráðherra og Landsvirkjun um málið í dag. Breski orkumálaráðherrann, Charles Hendry, hóf daginn á ráðstefnu í höfuðstöðvum Arion banka. Þar sagði hann gríðarleg tækifæri felast í sæstreng milli landanna en forsendan væri sú að báðir aðilar sæju sér hag í verkefninu. „Frumkvæðið verður að koma frá framleiðslulandinu," sagði ráðherrann í viðtali við Stöð 2. „Það verður að ákveða að það vilji taka þátt í ferlinu og að það hagnist efnahagslega á því," sagði Hendry og bætti við að með sæstreng fengju báðar þjóðir betra orkuöryggi og hagstæð viðskipti. Í erindum á ráðstefnunni kom fram að sæstrengur myndi kosta yfir 300 milljarða króna og yrði í fyrsta lagi kominn eftir átta ár. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, leggur áherslu á að það sé aðeins verið að skoða verkefnið og það muni taka minnst tvö ár að meta kostina fyrir Íslendinga og Breta. Það sé hins vegar full alvara hjá báðum að skoða málið. Íslandsheimsókn breska ráðherrans undirstrikar þann þunga sem stjórnvöld beggja landa leggja nú í málið en eftir fund með Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra í gær ræddi Charles Hendry við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag, sem og við ráðamenn Landsvirkjunar, sem segja forsenduna að breið sátt ríki um sæstreng. „Þetta er það stórt verkefni og tekur það langan tíma og á margan hátt breytir það íslenskum orkumarkaði. Það er að okkar mati óráð að fara í verkefnið nema um það sé breið samstaða," segir forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30