Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. apríl 2012 19:45 Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. Það heitir Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., eða VHE. Meginverkefnið er að viðhalda tækjum og vélbúnaði álveranna á Reyðarfirði og í Straumsvík og fyrir austan fundum við það í húsunum með bláu þökunum við hlið álvers Fjarðaáls. Þegar menn heyra nafn fyrirtækisins dettur sennilega mörgum í hug lítið verkstæði í skemmu í einhverju iðnaðarhverfinu. Starfsmannafjöldinn og umsvifin eru hins vegar slík að á íslenskan mælikvarða telst þetta vera eitt af stórfyrirtækjum landsins. Það er með 160 starfsmenn á Austurlandi og annað eins í Hafnarfirði, einkum faglærða menn eins og rafvirkja, vélvirkja, vélstjóra, tæknifræðinga, smiði og suðumenn. Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi, segir að þetta séu orðin hálaunastörf og mjög góður iðnaður. Í næsta mánuði bætist við ný kersmiðja Fjarðaáls, sem vélaverkstæðið hefur tekið að sér að reka, og þá fjölgar starfsmönnum VHE upp í 350. Guðgeir segir að fyrirtækið vanti bæði stálsmiði og vélvirkja en hörgull sé á slíkum starfsmönnum á Íslandi. Þeir halda lager fyrir álverin og selja þeim rekstrarvörur, eins og handverkfæri, skautgaffla, tjakka og slöngur. Þeir hanna jafnframt og smíða sérhæfð tæki fyrir álverin og hefur það leitt til útflutnings til álvera erlendis. Guðgeir segir fyrirtækið farið að flytja út þónokkuð af slíkum vélbúnaði. Sá geiri eigi eftir að stækka enda leggi fyrirtækið áherslu á útflutninginn. VHE er einnig í verkefnum utan álveranna, eins og fasteignarekstri á Austurlandi og brúarsmíði fyrir Vegagerðina. Guðgeiri finnst sem margir átti sig ekki á umsvifunum sem fylgi álverunum á Íslandi. Fólk úti á landi, og sérstaklega á Austurlandi, geri sér þó fullkomlega grein fyrir þessu. "En ég er hræddur um að fólk í 101 átti sig ekki alveg á þessu hvað þetta er rosalega öflug og mikil starfsemi og mikil innspýting inn í þjóðarbúið. Og þetta hefur verið rosaleg innspýting fyrir Austurland," segir Guðgeir Sigurjónsson. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. Það heitir Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., eða VHE. Meginverkefnið er að viðhalda tækjum og vélbúnaði álveranna á Reyðarfirði og í Straumsvík og fyrir austan fundum við það í húsunum með bláu þökunum við hlið álvers Fjarðaáls. Þegar menn heyra nafn fyrirtækisins dettur sennilega mörgum í hug lítið verkstæði í skemmu í einhverju iðnaðarhverfinu. Starfsmannafjöldinn og umsvifin eru hins vegar slík að á íslenskan mælikvarða telst þetta vera eitt af stórfyrirtækjum landsins. Það er með 160 starfsmenn á Austurlandi og annað eins í Hafnarfirði, einkum faglærða menn eins og rafvirkja, vélvirkja, vélstjóra, tæknifræðinga, smiði og suðumenn. Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi, segir að þetta séu orðin hálaunastörf og mjög góður iðnaður. Í næsta mánuði bætist við ný kersmiðja Fjarðaáls, sem vélaverkstæðið hefur tekið að sér að reka, og þá fjölgar starfsmönnum VHE upp í 350. Guðgeir segir að fyrirtækið vanti bæði stálsmiði og vélvirkja en hörgull sé á slíkum starfsmönnum á Íslandi. Þeir halda lager fyrir álverin og selja þeim rekstrarvörur, eins og handverkfæri, skautgaffla, tjakka og slöngur. Þeir hanna jafnframt og smíða sérhæfð tæki fyrir álverin og hefur það leitt til útflutnings til álvera erlendis. Guðgeir segir fyrirtækið farið að flytja út þónokkuð af slíkum vélbúnaði. Sá geiri eigi eftir að stækka enda leggi fyrirtækið áherslu á útflutninginn. VHE er einnig í verkefnum utan álveranna, eins og fasteignarekstri á Austurlandi og brúarsmíði fyrir Vegagerðina. Guðgeiri finnst sem margir átti sig ekki á umsvifunum sem fylgi álverunum á Íslandi. Fólk úti á landi, og sérstaklega á Austurlandi, geri sér þó fullkomlega grein fyrir þessu. "En ég er hræddur um að fólk í 101 átti sig ekki alveg á þessu hvað þetta er rosalega öflug og mikil starfsemi og mikil innspýting inn í þjóðarbúið. Og þetta hefur verið rosaleg innspýting fyrir Austurland," segir Guðgeir Sigurjónsson.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira