Tónlist

Ný tónlistarútgáfa

Color me records Það eru þeir Áskell Harðarson, Björn Gauti Björnsson, Jón Eðvald Vignisson og Steindór Grétar Jónsson sem standa að útgáfunni.
Color me records Það eru þeir Áskell Harðarson, Björn Gauti Björnsson, Jón Eðvald Vignisson og Steindór Grétar Jónsson sem standa að útgáfunni.
Color Me Records er nýtt útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskri raftónlist. Það eru fjórmenningarnir Áskell Harðarson, Björn Gauti Björnsson, Jón Eðvald Vignisson og Steindór Grétar Jónsson sem standa að útgáfunni.

Fyrsta plata Color Me Records kom út á dögunum, stuttskífa eftir B. G. Baarregaard sem nefnist Nude Disco. B. G. Baarregaard á sjálfur tvö lög á plötunni, auk þess sem þar er að finna endurhljóðblandanir eftir Jón Edvald og Steindór Jónsson.

Útgáfunni verður fagnað á Kaffibarnum í kvöld klukkan 21 og munu listamenn plötunnar sjálfir sjá um að þeyta skífum.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.