Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2012 20:12 Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var í Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-MAX sem framtíðarþotu félagsins. Airbus-verksmiðjurnar kepptu einnig um pakkann en Icelandair-menn mátu Boeing hagstæðari kost. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í byrjun árs 2018 og þær verða orðnar tólf árið 2020. Þær verða af tveimur stærðum; átta þotur MAX-8 sem taka 153 farþega hver og fjórar MAX-9 sem taka 173 farþega hver, og auk þess á Icelandair kauprétt að tólf þotum til viðbótar. Þær verða knúnar nýjum sparneytnari hreyflum, sem leiða til þess að eldsneytisnotkun verður 20 prósentum minni á hvert sæti miðað við núverandi Boeing 757-vélar Icelandair. Nýju vélarnar hafa hins vegar minna flugdrægi, drífa til dæmis hvorki til Orlando né Seattle frá Íslandi, og því verða gömlu 757-vélarnar áfram í notkun, samhliða 737-vélunum. Miðað við listaverð Boeing kostar hver þota yfir tólf milljarða króna og allar tólf þoturnar því um 150 milljarða. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð er trúnaðarmál. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Björgólfur félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við þessa fjárfestingu.Í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2 má einnig sjá tölvugert myndband af nýju þotunum í litum Icelandair. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var í Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-MAX sem framtíðarþotu félagsins. Airbus-verksmiðjurnar kepptu einnig um pakkann en Icelandair-menn mátu Boeing hagstæðari kost. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í byrjun árs 2018 og þær verða orðnar tólf árið 2020. Þær verða af tveimur stærðum; átta þotur MAX-8 sem taka 153 farþega hver og fjórar MAX-9 sem taka 173 farþega hver, og auk þess á Icelandair kauprétt að tólf þotum til viðbótar. Þær verða knúnar nýjum sparneytnari hreyflum, sem leiða til þess að eldsneytisnotkun verður 20 prósentum minni á hvert sæti miðað við núverandi Boeing 757-vélar Icelandair. Nýju vélarnar hafa hins vegar minna flugdrægi, drífa til dæmis hvorki til Orlando né Seattle frá Íslandi, og því verða gömlu 757-vélarnar áfram í notkun, samhliða 737-vélunum. Miðað við listaverð Boeing kostar hver þota yfir tólf milljarða króna og allar tólf þoturnar því um 150 milljarða. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð er trúnaðarmál. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Björgólfur félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við þessa fjárfestingu.Í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2 má einnig sjá tölvugert myndband af nýju þotunum í litum Icelandair.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira