Telja sig hafa keypt vannýtta gullnámu gar@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 10:00 Skíðaskálinn í Hveradölum Framtíðarskipulag Skíðaskálans gerir meðal annars ráð fyrir baðlóni og búningsaðstöðu.Teikning/Magnús Jensson arkitekt Hjónin Inga Lísa Sólonsdóttir og Aron Þorsteinsson, sem keypt hafa hinn fornfræga Skíðaskála í Hveradölum af Svavari Helgasyni, áforma þar stóraukin umsvif með verkefninu Skíðaskálinn í Hveradölum – Luxury resort. Í viðskiptaáætlun kemur fram að úttekt á rekstri og arðsemi Skíðaskálans lofi afar góðu. „Þessi fjárfesting er svokölluð gullnáma sem hefur verið afar vannýtt eða legið í dvala, gullnáma sem býður í raun upp á óendanlega möguleika," segir í áætluninni. Skapa á mun meiri tekjur en nú er með því að hafa opið allt árið. Jólahlaðborð hafa hingað til verið burðarás rekstursins. Inga Lísa segir ætlunina að bjóða heim göngufólki og náttúruunnendum með stórbættri aðstöðu og lagfæringu á stígakerfi. Aðgangur verður að þremur heitum pottum sem nýta mikinn jarðhita á svæðinu. Laða á að tónlistarmenn jafnt á sumrum sem vetrum, stórauka verslun á staðnum með sölu á alls kyns sérvöru og efna til útimarkaða. Ekki síst á að bjóða veitingar árið um kring og leigja út mismunandi sali skálans fyrir alls kyns viðburði. Þá er ætlunin að fá skólabörn í fræðsluferðir og tengja greiðasöluna við gestamóttöku Hellisheiðarvirkjunar sem er þar skammt frá. Meðal annarra hugmynda Ingu og Arons er síðan uppbygging baðlónsins Viking Lagoon, gerð golfvallar og smíði þyrlupalls fyrir útsýnisflug. „Guðdómlegt umhverfi í faðmi fjalla veitir sérstöðu og lyftir Skíðaskálanum í hæstu hæðir þar sem heitir leir- og gufuhverir og aðrar perlur íslenskrar náttúru veita Skíðaskálanum þá réttmætu upphefð að geta talist veislu- og náttúruparadís," segir í viðskiptaáætluninni sem fjárfestar fá nú til skoðunar. Áformin hafa verið kynnt fyrir bæði Orkuveitu Reykjavíkur, sem leigir Skíðaskálanum land, og fyrir skipulagsnefnd Ölfuss sem tók vel í verkefnið. Svavar Helgason mun ljúka jólahlaðborðahaldinu sem nú stendur yfir og afhenda Ingu og Aroni Skíðaskálann í janúar. Inga Lísa segir þau hjónin sjálf munu búa á staðnum sem gestgjafar. „Margir líta svo á að við séum að endurvekja Eden í nútímalegri mynd. Þetta verður okkur draumaveröld," segir Inga Lísa. „Hvað er betra en sunnudagsbíltúrar, útivist og eðalveisluhöld í flottasta kastala landsins? Hveradalir er staður kærleiks og menningar, hér endurskrifaði Halldór Laxness Íslandsklukkuna og var reglulegur gestur í þessari náttúruperlu á heimsvísu." Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Hjónin Inga Lísa Sólonsdóttir og Aron Þorsteinsson, sem keypt hafa hinn fornfræga Skíðaskála í Hveradölum af Svavari Helgasyni, áforma þar stóraukin umsvif með verkefninu Skíðaskálinn í Hveradölum – Luxury resort. Í viðskiptaáætlun kemur fram að úttekt á rekstri og arðsemi Skíðaskálans lofi afar góðu. „Þessi fjárfesting er svokölluð gullnáma sem hefur verið afar vannýtt eða legið í dvala, gullnáma sem býður í raun upp á óendanlega möguleika," segir í áætluninni. Skapa á mun meiri tekjur en nú er með því að hafa opið allt árið. Jólahlaðborð hafa hingað til verið burðarás rekstursins. Inga Lísa segir ætlunina að bjóða heim göngufólki og náttúruunnendum með stórbættri aðstöðu og lagfæringu á stígakerfi. Aðgangur verður að þremur heitum pottum sem nýta mikinn jarðhita á svæðinu. Laða á að tónlistarmenn jafnt á sumrum sem vetrum, stórauka verslun á staðnum með sölu á alls kyns sérvöru og efna til útimarkaða. Ekki síst á að bjóða veitingar árið um kring og leigja út mismunandi sali skálans fyrir alls kyns viðburði. Þá er ætlunin að fá skólabörn í fræðsluferðir og tengja greiðasöluna við gestamóttöku Hellisheiðarvirkjunar sem er þar skammt frá. Meðal annarra hugmynda Ingu og Arons er síðan uppbygging baðlónsins Viking Lagoon, gerð golfvallar og smíði þyrlupalls fyrir útsýnisflug. „Guðdómlegt umhverfi í faðmi fjalla veitir sérstöðu og lyftir Skíðaskálanum í hæstu hæðir þar sem heitir leir- og gufuhverir og aðrar perlur íslenskrar náttúru veita Skíðaskálanum þá réttmætu upphefð að geta talist veislu- og náttúruparadís," segir í viðskiptaáætluninni sem fjárfestar fá nú til skoðunar. Áformin hafa verið kynnt fyrir bæði Orkuveitu Reykjavíkur, sem leigir Skíðaskálanum land, og fyrir skipulagsnefnd Ölfuss sem tók vel í verkefnið. Svavar Helgason mun ljúka jólahlaðborðahaldinu sem nú stendur yfir og afhenda Ingu og Aroni Skíðaskálann í janúar. Inga Lísa segir þau hjónin sjálf munu búa á staðnum sem gestgjafar. „Margir líta svo á að við séum að endurvekja Eden í nútímalegri mynd. Þetta verður okkur draumaveröld," segir Inga Lísa. „Hvað er betra en sunnudagsbíltúrar, útivist og eðalveisluhöld í flottasta kastala landsins? Hveradalir er staður kærleiks og menningar, hér endurskrifaði Halldór Laxness Íslandsklukkuna og var reglulegur gestur í þessari náttúruperlu á heimsvísu."
Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira