Innlent

Stígamótaverðlaunin veitt í dag

Það voru þær Erla Hlynsdóttir, Björk Eiðsdóttir, Hildur Lilliendahl, Kviss búmm bang hópurinn, kvikmyndagerðarkonan Halla Kristín Einarsdóttir og kynjafræðingurinn Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem fengu viðurkenninguna í dag.
Það voru þær Erla Hlynsdóttir, Björk Eiðsdóttir, Hildur Lilliendahl, Kviss búmm bang hópurinn, kvikmyndagerðarkonan Halla Kristín Einarsdóttir og kynjafræðingurinn Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem fengu viðurkenninguna í dag.
Aðgerðarsinninn og femínistinn, Hildur Lilliendahl, fékk hugrekkisviðurkenningu frá Stígamótum í dag fyrir verkefni sitt, Karlar sem hata konur, þar sem hún tekur saman ummæli á netinu sem er kvenfjandsamleg.

Alls fengu tíu konur viðurkenningu frá Stígamótum, meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem einnig fékk hugrekkisviðurkenningu.

Þá fengu fréttakonurnar Erla Hlynsdóttir, sem starfar á fréttastofu Stöðvar 2, og Björk Eiðsdóttir, sem ritstýrir Séð og Heyrt viðurkenningar, en þær unnu báðar mál sín fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu fyrr á árinu, en bæði málin varðaði umfjöllun þeirra um nektarstaði hér á landi.

Aðrir sem fengu viðurkenningu var Kviss búmm bang hópurinn en þær fengu frumleikaviðurkenningu. Þær settu upp athyglisverða leiksýningu í Reykjavík í haust um vænd sem hét Downtown 24/7.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast viðurkenningarnar og forsendur þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×