Enski boltinn

Stytta af Ferguson afhjúpuð | Myndir

Ferguson og frú voru ánægð með styttuna.
Ferguson og frú voru ánægð með styttuna.
Fjöldi góðra manna var mættur á Old Trafford-völlinn í Manchester í dag þegar stytta af stjóra liðsins, Sir Alex Ferguson, var afhjúpuð fyrir utan völlinn. Það var eiginkona Ferguson, Lady Kathy, sem fékk þann heiður af afhjúpa styttuna af eiginmanninum.

"Venjulega þarf fólk að deyja til þess að fá styttu af sér. Ég er búinn að vinna sigur á dauðanum," sagði Ferguson léttur.

2.500 manns voru á svæðinu og þar á meðal gamlar kempur eins og Eric Cantona, Ruud van Nistelrooy, Peter Schmeichel, Ole Gunnar Solskjær og Andy Cole.

Myndir af viðburðinum má sjá bæði hér að ofan og neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×