Ætla að auka jólastemninguna í Reykjavík 23. nóvember 2012 15:19 Jólaborgin Reykjavík er afrakstur sameiginlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu um að auka enn frekar jólastemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tónleika um alla borg. Þá verður boðið upp á fjölmarga ,,jólapakka" sem eru einskonar viðburðapakkar sem fela í sér upplifun, skemmtun, veitingar, handverk, markaði og tónlist fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Jóladalinn í Laugardal, Jólabæinn á Ingólfstorgi, Jólaþorpið í Hafnarfirði, jóladagskrá í Þjóðminjasafninu og í Árbæjarsafni, Jóladagatal Norræna hússins, jólatónleika í Hallgrímskirkju, jóladagskrá í Hörpu, Gömlu höfnina í Reykjavík sem fer í jólabúning og margt fleira, eftir því sem fram kemur í tilkynningu vegna verkefnisins. Jólaborgin Reykjavík hefur boðið hinum íslensku jólavættum að hreiðra um sig á húsveggjum víðsvegar um borgina. Jólavættirnar, sem birtust landsmönnum fyrir síðustu jól, hafa kallað til fleiri fjölskyldumeðlimi sem byrja að koma sér fyrir víðsvegar um borgina í byrjun aðventunnar. Samhliða því verður boðið upp á spennandi ratleik fyrir alla fjölskylduna sem felst í að finna vættirnar og svara nokkrum einföldum spurningum um þær. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem sigrar í leiknum. Í hópi jólavættanna eru íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði, jólakötturinn og ný ógnvænleg jólavætt sem verður síðar kynnt til sögunnar. Hægt er að rifja upp Jólavættina síðan í fyrra í stuttu myndbandi hér fyrir ofan. Höfuðborgarstofa hefur að þessu tilefni opnað nýjan jólavef, visitreykjavik.is/christmas, þar sem hægt er að fræðast um hin íslensku jól, fylgjast með viðburðum og nálgast upplýsingar um það helsta sem Jólaborgin okkar býður upp á um aðventuna. Vefurinn er settur fram á íslensku og ensku. Jólaborgin Reykjavík hefur fyrir löngu hlotið fastan sess í hugum og hjörtum íbúa hennar og landsmanna allra og eru erlendir gestir farnir að sækja landið heim til að upplifa töfra íslenskra jóla. Hróður borgarinnar hefur borist víða, en bandaríski fjölmiðillinn CNN hefur tvö síðustu ár útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims. Jólafréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Jólaborgin Reykjavík er afrakstur sameiginlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu um að auka enn frekar jólastemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tónleika um alla borg. Þá verður boðið upp á fjölmarga ,,jólapakka" sem eru einskonar viðburðapakkar sem fela í sér upplifun, skemmtun, veitingar, handverk, markaði og tónlist fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Jóladalinn í Laugardal, Jólabæinn á Ingólfstorgi, Jólaþorpið í Hafnarfirði, jóladagskrá í Þjóðminjasafninu og í Árbæjarsafni, Jóladagatal Norræna hússins, jólatónleika í Hallgrímskirkju, jóladagskrá í Hörpu, Gömlu höfnina í Reykjavík sem fer í jólabúning og margt fleira, eftir því sem fram kemur í tilkynningu vegna verkefnisins. Jólaborgin Reykjavík hefur boðið hinum íslensku jólavættum að hreiðra um sig á húsveggjum víðsvegar um borgina. Jólavættirnar, sem birtust landsmönnum fyrir síðustu jól, hafa kallað til fleiri fjölskyldumeðlimi sem byrja að koma sér fyrir víðsvegar um borgina í byrjun aðventunnar. Samhliða því verður boðið upp á spennandi ratleik fyrir alla fjölskylduna sem felst í að finna vættirnar og svara nokkrum einföldum spurningum um þær. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem sigrar í leiknum. Í hópi jólavættanna eru íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði, jólakötturinn og ný ógnvænleg jólavætt sem verður síðar kynnt til sögunnar. Hægt er að rifja upp Jólavættina síðan í fyrra í stuttu myndbandi hér fyrir ofan. Höfuðborgarstofa hefur að þessu tilefni opnað nýjan jólavef, visitreykjavik.is/christmas, þar sem hægt er að fræðast um hin íslensku jól, fylgjast með viðburðum og nálgast upplýsingar um það helsta sem Jólaborgin okkar býður upp á um aðventuna. Vefurinn er settur fram á íslensku og ensku. Jólaborgin Reykjavík hefur fyrir löngu hlotið fastan sess í hugum og hjörtum íbúa hennar og landsmanna allra og eru erlendir gestir farnir að sækja landið heim til að upplifa töfra íslenskra jóla. Hróður borgarinnar hefur borist víða, en bandaríski fjölmiðillinn CNN hefur tvö síðustu ár útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims.
Jólafréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira