Harka færist í bardagana í Sýrlandi á ný 28. janúar 2012 00:00 Liðhlaupar í Homs Hópur sýrlenskra hermanna sem hefur gengið til liðs við uppreisnarmenn í borginni Homs.Nordicphotos/afp Hörð átök hafa verið í Sýrlandi undanfarna tvo daga, einkum í borginni Homs þar sem tugir manna eru sagðir hafa látið lífið, þar á meðal börn. Að minnsta kosti fimmtíu voru látnir þar í borg og stjórnarandstæðingar saka stjórnarherinn um fjöldamorð. Fyrr í vikunni tilkynnti Arababandalagið að eftirlitsmenn á vegum þess verði kallaðir heim. Þeir staðfestu þó í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu hafi aukist mikið síðustu daga. Þeir hafi orðið vitni að því í borgunum Homs, Hama og Idlib. Fréttamaður á vegum breska útvarpsins BBC segir að svo virðist sem stjórnin sé einnig að missa tökin á ástandinu í hverfum uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus. Myndband var birt á vefsíðu í gær þar sem sjá mátti fimm barnslík ásamt líkum fimm kvenna og eins karls í íbúðarhúsi í borginni Homs. Fjöldi fólks hélt síðan út á götur víða í borgum og bæjum landsins í gær að loknum föstudagsbænum, sem eru mikilvægar samkomustundir í arabaheiminum og snúast iðulega upp í pólitískar umræður og kröfugerðir. Í Egyptalandi ruddust hundruð mótmælenda inn í sýrlenska sendiráðið í Kaíró. Hurðir og gluggarúður voru brotnar, en á endanum mættu sýrlenskir hermenn og ráku fólkið út. Sýrlenski sendiherrann sagðist ætla að leggja fram formlega kvörtun hjá egypskum stjórnvöldum, að sögn arabíska fréttavefsins Al Jazeera. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa meira en 5.000 manns látist í tengslum við aðgerðir stjórnarhersins gegn mótmælendum síðustu mánuðina. Basher al Assad Sýrlandsforseti og stjórn hans segja á móti að um 2.000 hermenn hafi fallið í átökum við vopnaða hópa, sem þeir segja standa að baki uppreisninni. Assad hefur reglulega lýst því yfir að sjálfsagt mál sé að verða við óskum um lýðræðisumbætur, en lítið hefur orðið úr efndum. Hins vegar stendur hann fast á því að beita her og lögreglu af fullri hörku gegn mótmælendum. Hann féllst ekki á tillögur Arababandalagsins, sem fela meðal annars í sér að hann segi af sér, en það hefur verið ein helsta krafa uppreisnarmanna frá upphafi. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Hörð átök hafa verið í Sýrlandi undanfarna tvo daga, einkum í borginni Homs þar sem tugir manna eru sagðir hafa látið lífið, þar á meðal börn. Að minnsta kosti fimmtíu voru látnir þar í borg og stjórnarandstæðingar saka stjórnarherinn um fjöldamorð. Fyrr í vikunni tilkynnti Arababandalagið að eftirlitsmenn á vegum þess verði kallaðir heim. Þeir staðfestu þó í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu hafi aukist mikið síðustu daga. Þeir hafi orðið vitni að því í borgunum Homs, Hama og Idlib. Fréttamaður á vegum breska útvarpsins BBC segir að svo virðist sem stjórnin sé einnig að missa tökin á ástandinu í hverfum uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus. Myndband var birt á vefsíðu í gær þar sem sjá mátti fimm barnslík ásamt líkum fimm kvenna og eins karls í íbúðarhúsi í borginni Homs. Fjöldi fólks hélt síðan út á götur víða í borgum og bæjum landsins í gær að loknum föstudagsbænum, sem eru mikilvægar samkomustundir í arabaheiminum og snúast iðulega upp í pólitískar umræður og kröfugerðir. Í Egyptalandi ruddust hundruð mótmælenda inn í sýrlenska sendiráðið í Kaíró. Hurðir og gluggarúður voru brotnar, en á endanum mættu sýrlenskir hermenn og ráku fólkið út. Sýrlenski sendiherrann sagðist ætla að leggja fram formlega kvörtun hjá egypskum stjórnvöldum, að sögn arabíska fréttavefsins Al Jazeera. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa meira en 5.000 manns látist í tengslum við aðgerðir stjórnarhersins gegn mótmælendum síðustu mánuðina. Basher al Assad Sýrlandsforseti og stjórn hans segja á móti að um 2.000 hermenn hafi fallið í átökum við vopnaða hópa, sem þeir segja standa að baki uppreisninni. Assad hefur reglulega lýst því yfir að sjálfsagt mál sé að verða við óskum um lýðræðisumbætur, en lítið hefur orðið úr efndum. Hins vegar stendur hann fast á því að beita her og lögreglu af fullri hörku gegn mótmælendum. Hann féllst ekki á tillögur Arababandalagsins, sem fela meðal annars í sér að hann segi af sér, en það hefur verið ein helsta krafa uppreisnarmanna frá upphafi. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira