Innlent

Bíða úrskurðar Persónuverndar

Lýtalæknar munu ekki senda landlækni persónugreinanlegar upplýsingar um konur sem farið hafa í brjóstastækkunaraðgerðir á meðan þeir eru ekki fullvissir um að það sé heimilt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra lýtalækna.

Þar segir að sameiginleg niðurstaða af fundi þeirra með landlækni á þriðjudag hafi verið að bíða leiðbeininga eða úrskurðar Persónuverndar í þessu efni. Það hafi því komið þeim á óvart að lesa í Fréttablaðinu ummæli höfð eftir bæði velferðarráðherra og landlækni að þeir telji þörf á að þvinga gögnin fram. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×