Í góðri stemningu á Sundance 28. janúar 2012 09:00 Ánægð Eva María er himinlifandi yfir viðtökunum á myndinni Goats á Sundance-hátíðinni en hún er meðframleiðandi að myndinni. „Hér er góð stemning og rosalega mikið af fólki í bænum," segir Eva María Daníels, framleiðandi en hún er stödd í Utah þar sem hún frumsýndi myndina Goats á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Eva María hefur starfað við framleiðslu kvikmynda í Los Angeles í dágóðan tíma og getið sér góðs orðs innan kvikmyndabransans en hún er meðframleiðandi að myndinni Goats. Myndin skartar þeim David Duchovny, Veru Farmiga, Graham Philips, Keri Russell og Ty Burrell en hann er þekktur úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Modern Family. Allir leikararnir voru mættir á Sundance til að fylgja myndinni eftir en hún var frumsýnd fyrir fullu húsi á hátíðinni og hefur Duchovny verið sérstaklega hrósað fyrir frammistöðu sína. „Við sýndum myndina í stærsta bíóinu hérna sem tekur um 1.300 manns og það var alveg stappað. Eftir myndina var spurt og svarað með leikurum og leikstjóra. Þá fengum við smjörþefinn af viðbrögðum áhorfenda sem voru mjög góð," segir Eva María og bætir við að allir í tökuliðinu séu mjög ánægðir með viðtökurnar. Ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda myndarinnar, eins og leikaraskipti en upphaflega átti leikkonan Rooney Mara að fara með aðalhlutverkið en hún hætti við eftir að hún landaði hlutverki Lisbeth Salander í The Girl with the Dragon Tattoo. Goats var sýnd í sérstökum frumsýningarflokki og verður sýnd þrisvar sinnum í viðbót yfir hátíðina en uppselt er á allar sýningarnar að sögn Evu Maríu. „Nú er bara að bíða og vona að einhver vilji dreifa myndinni í kvikmyndahús. Ég er líka að vona að myndin verði sýnd á Íslandi á þessu ári." - áp Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Hér er góð stemning og rosalega mikið af fólki í bænum," segir Eva María Daníels, framleiðandi en hún er stödd í Utah þar sem hún frumsýndi myndina Goats á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Eva María hefur starfað við framleiðslu kvikmynda í Los Angeles í dágóðan tíma og getið sér góðs orðs innan kvikmyndabransans en hún er meðframleiðandi að myndinni Goats. Myndin skartar þeim David Duchovny, Veru Farmiga, Graham Philips, Keri Russell og Ty Burrell en hann er þekktur úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Modern Family. Allir leikararnir voru mættir á Sundance til að fylgja myndinni eftir en hún var frumsýnd fyrir fullu húsi á hátíðinni og hefur Duchovny verið sérstaklega hrósað fyrir frammistöðu sína. „Við sýndum myndina í stærsta bíóinu hérna sem tekur um 1.300 manns og það var alveg stappað. Eftir myndina var spurt og svarað með leikurum og leikstjóra. Þá fengum við smjörþefinn af viðbrögðum áhorfenda sem voru mjög góð," segir Eva María og bætir við að allir í tökuliðinu séu mjög ánægðir með viðtökurnar. Ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda myndarinnar, eins og leikaraskipti en upphaflega átti leikkonan Rooney Mara að fara með aðalhlutverkið en hún hætti við eftir að hún landaði hlutverki Lisbeth Salander í The Girl with the Dragon Tattoo. Goats var sýnd í sérstökum frumsýningarflokki og verður sýnd þrisvar sinnum í viðbót yfir hátíðina en uppselt er á allar sýningarnar að sögn Evu Maríu. „Nú er bara að bíða og vona að einhver vilji dreifa myndinni í kvikmyndahús. Ég er líka að vona að myndin verði sýnd á Íslandi á þessu ári." - áp
Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira