Innlent

Mannfall og fjöldaflótti í mexíkósku fangelsi

Fangavörður með andlitsgrímu stendur fyrir aftan girðingu fangelsisins á meðan aðstandendur bíða fregna af ættingjum sínum.
Fangavörður með andlitsgrímu stendur fyrir aftan girðingu fangelsisins á meðan aðstandendur bíða fregna af ættingjum sínum. mynd/AP
Að minnsta kosti 44 létust í gær þegar átök brutust út milli tveggja gengja í mexíkósku fangelsi.

Flestir hinna látnu voru annað hvort lamdir til bana eða stungnir.

Fangelsið er staðsett rúmum tvö hundruð kílómetrum frá landamærunum við Bandaríkin. Yfirvöld í Mexíkó segja að átökin hafi mögulega átt að trufla fangaverði á meða nokkrir fangar brutust út úr fangelsinu.

Talið er að um 30 fangar hafi brotist út úr fangelsinu þegar átökin stóðu yfir. Ekki er útilokað að starfsmenn fangelsisins hafi aðstoðað fangana við að flýja.

Þetta er í annað skipti á einni viku sem mannfall á sér stað í Suður-Amerísku fangelsi. Fyrir helgi létust rúmlega 350 fangar þegar eldur kom upp í fangelsi í Hondúras.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×