Nýtingarsamningar Jóhann Ársælsson skrifar 20. febrúar 2012 08:00 Frumvarp um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi verður lagt fyrir Alþingi í febrúar ef allt gengur eftir. Vaxandi samstaða er meðal stjórnarflokkanna um útfærslur og nú er unnið að lokafrágangi málsins, áður en látið verður til skarar skríða. Ofangreind orð eru úr ræðu Jóhönnu Sigurðardóttir á síðasta flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Tíminn á þrotumFögnuður minn er þó blendinn eftir fundinn. En á hann mætti ég haldinn efablandinni eftirvæntingu. Boðað hafði verið að Ólína Þorvarðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon myndu fræða okkur um fyrirhugaðar breytingar á stjórn fiskveiða, eins af stærstu málefnum stjórnarsamstarfsins. Heim fór ég heldur daufur í dálkinn. Orð formannsins um útfærslur og lokafrágang skiluðu sér allavega ekki í skiljanlegum útskýringum á því hvenær og hvernig forgangi núverandi kvótahafa muni ljúka. Þó eru þrjú ár liðin og tími ríkisstjórnarinnar til að standa við fyrirheitin í þessu máli á þrotum. Hafa ber í huga að ekki er gert ráð fyrir flokksstjórnarfundi á næstunni og varla ætla stjórnarflokkarnir að leggja frumvarp fyrir Alþingi sem brýtur í bága við stefnu þeirra og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég tel eftir þennan fund að innihald væntanlegs frumvarps verði í grundvallaratriðum líkt því sem Jón Bjarnason lagði fram á síðasta þingi. Að lifa ríkisstjórnina afTil að halda fengnum hlut hafa ráðamenn í sjávarútvegi móast við og reynt að hægja á og trufla alla viðleitni stjórnarflokkanna til að finna sáttaflöt milli almennra hagsmuna og þeirra sérhagsmuna sem útgerðamenn vilja viðhalda. Stefnan var sú að lifa ríkisstjórnina af þar til valda kæmu vinsamlegri stjórnvöld. Fyrsta og mikilvægasta átakið var fólgið í því að skjóta í kaf fyrningarleiðina sem er einföld og skynsamleg, breytir í raun engu um stjórn fiskveiða. Aðferð sem leysir þó eignahaldsvandann, tryggir þjóðinni fullt verð fyrir nýtingarréttinn og jafnræði í greininni. Hafi menn almannahagsmuni fyrst og fremst í huga og að raska sem minnst högum sjávarútvegsins er fyrningarleiðin augljóslega best. „Það fara allir á hausinn“ var innihald slagorðanna sem glumdu í eyrum landsmanna, þó að með þeirri leið verðleggi útgerðirnar veiðiréttinn sjálfar á frjálsum markaði. Ráðamönnum í útgerð tókst þetta ætlunarverk í bili a.m.k. vegna ósamstöðu og veikleika í báðum stjórnarflokkunum. Í VG er rótgróin andúð á markaðslausnum og stjórnlyndi á háu stigi eins og mörkuð stefna þeirra í sjávarútvegsmálum ber skýrt merki um. Í báðum flokkum eru þingmenn sem hafa í raun drattast með í stefnu flokkanna en vilja sem minnst hrófla við hagsmunaöflum í sínum kjördæmum. Næsti kafli sögunnar varð svokölluð samningaleið. SamningaleiðinHugtakið samningaleið varð til í tengslum við störf þeirrar nefndar sem Guðbjartur Hannesson stýrði og vísar til þeirrar hugmyndar að breyta nýtingarrétti á veiðiheimildum í svokallaða nýtingarsamninga til afmarkaðs tíma. Óljósar niðurstöður þess starfs sem sú nefnd vann hafa verið túlkaðar á ýmsa vegu en frumvarp Jóns Bjarnasonar byggði á því að gera slíka nýtingarsamninga við þá sem nú hafa umráð yfir veiðirétti. En ef það frumvarp hefði orðið að lögum væri sjávarútvegurinn í meiri viðjum en þörf er á til að ná fram markmiðum um þjóðareign á auðlindinni. Viðjum sem heftu verulega þrótt hans og framgang. Miðstýrðar ákvarðanir, ógagnsæ stjórnsýsla og óviðunandi aðgangur nýrra aðila að greininni hefði orðið hlutskipti hennar. Þetta og að ekki var með traustum hætti gengið frá því hvernig og hvenær forgangi núverandi kvótahafa til úthlutunar veiðiréttar skyldi ljúka voru alvarlegir gallar á frumvarpinu. Því miður bera tilvitnuð orð formannsins í upphafi þessarar greinar og það sem kom fram á fundinum vott um að vaxandi samstaða sé um slíka leið. Ríkisstjórnin eyði óvissunni!Þrátt fyrir harða andstöðu við fyrningarleiðina og ekki síður við frumvarp Jóns Bjarnasonar hafa orðið þau veðrabrigði í afstöðu útvegsmanna að nú heimta þeir að óvissunni verði aflétt. Þeir vilja að ríkisstjórnin sem þeir ætluðu að bíða af sér leysi þetta mikla deilumál. Ástæða sinnaskiptanna er augljós. Ef það auðlindaákvæði sem stjórnlagaráð leggur til að sett verði í stjórnarskrána verður að veruleika er úti um allan forgang núverandi veiðiréttarhafa. Tækifærið til sátta er þess vegna núna og best fyrir alla að það verði nýtt. Það yrði hins vegar óþarfur áfangi en ekki endir á langri deilu að fara þá leið sem lagt var upp með í frumvarpi Jóns Bjarnasonar. Ég tel vel hægt að ná markmiðum stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum betur og á hagkvæmari hátt fyrir bæði þjóðina og sjávarútveginn en mögulegt er með þeirri leið sem nú er til umræðu. Meira um það í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Frumvarp um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi verður lagt fyrir Alþingi í febrúar ef allt gengur eftir. Vaxandi samstaða er meðal stjórnarflokkanna um útfærslur og nú er unnið að lokafrágangi málsins, áður en látið verður til skarar skríða. Ofangreind orð eru úr ræðu Jóhönnu Sigurðardóttir á síðasta flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Tíminn á þrotumFögnuður minn er þó blendinn eftir fundinn. En á hann mætti ég haldinn efablandinni eftirvæntingu. Boðað hafði verið að Ólína Þorvarðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon myndu fræða okkur um fyrirhugaðar breytingar á stjórn fiskveiða, eins af stærstu málefnum stjórnarsamstarfsins. Heim fór ég heldur daufur í dálkinn. Orð formannsins um útfærslur og lokafrágang skiluðu sér allavega ekki í skiljanlegum útskýringum á því hvenær og hvernig forgangi núverandi kvótahafa muni ljúka. Þó eru þrjú ár liðin og tími ríkisstjórnarinnar til að standa við fyrirheitin í þessu máli á þrotum. Hafa ber í huga að ekki er gert ráð fyrir flokksstjórnarfundi á næstunni og varla ætla stjórnarflokkarnir að leggja frumvarp fyrir Alþingi sem brýtur í bága við stefnu þeirra og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég tel eftir þennan fund að innihald væntanlegs frumvarps verði í grundvallaratriðum líkt því sem Jón Bjarnason lagði fram á síðasta þingi. Að lifa ríkisstjórnina afTil að halda fengnum hlut hafa ráðamenn í sjávarútvegi móast við og reynt að hægja á og trufla alla viðleitni stjórnarflokkanna til að finna sáttaflöt milli almennra hagsmuna og þeirra sérhagsmuna sem útgerðamenn vilja viðhalda. Stefnan var sú að lifa ríkisstjórnina af þar til valda kæmu vinsamlegri stjórnvöld. Fyrsta og mikilvægasta átakið var fólgið í því að skjóta í kaf fyrningarleiðina sem er einföld og skynsamleg, breytir í raun engu um stjórn fiskveiða. Aðferð sem leysir þó eignahaldsvandann, tryggir þjóðinni fullt verð fyrir nýtingarréttinn og jafnræði í greininni. Hafi menn almannahagsmuni fyrst og fremst í huga og að raska sem minnst högum sjávarútvegsins er fyrningarleiðin augljóslega best. „Það fara allir á hausinn“ var innihald slagorðanna sem glumdu í eyrum landsmanna, þó að með þeirri leið verðleggi útgerðirnar veiðiréttinn sjálfar á frjálsum markaði. Ráðamönnum í útgerð tókst þetta ætlunarverk í bili a.m.k. vegna ósamstöðu og veikleika í báðum stjórnarflokkunum. Í VG er rótgróin andúð á markaðslausnum og stjórnlyndi á háu stigi eins og mörkuð stefna þeirra í sjávarútvegsmálum ber skýrt merki um. Í báðum flokkum eru þingmenn sem hafa í raun drattast með í stefnu flokkanna en vilja sem minnst hrófla við hagsmunaöflum í sínum kjördæmum. Næsti kafli sögunnar varð svokölluð samningaleið. SamningaleiðinHugtakið samningaleið varð til í tengslum við störf þeirrar nefndar sem Guðbjartur Hannesson stýrði og vísar til þeirrar hugmyndar að breyta nýtingarrétti á veiðiheimildum í svokallaða nýtingarsamninga til afmarkaðs tíma. Óljósar niðurstöður þess starfs sem sú nefnd vann hafa verið túlkaðar á ýmsa vegu en frumvarp Jóns Bjarnasonar byggði á því að gera slíka nýtingarsamninga við þá sem nú hafa umráð yfir veiðirétti. En ef það frumvarp hefði orðið að lögum væri sjávarútvegurinn í meiri viðjum en þörf er á til að ná fram markmiðum um þjóðareign á auðlindinni. Viðjum sem heftu verulega þrótt hans og framgang. Miðstýrðar ákvarðanir, ógagnsæ stjórnsýsla og óviðunandi aðgangur nýrra aðila að greininni hefði orðið hlutskipti hennar. Þetta og að ekki var með traustum hætti gengið frá því hvernig og hvenær forgangi núverandi kvótahafa til úthlutunar veiðiréttar skyldi ljúka voru alvarlegir gallar á frumvarpinu. Því miður bera tilvitnuð orð formannsins í upphafi þessarar greinar og það sem kom fram á fundinum vott um að vaxandi samstaða sé um slíka leið. Ríkisstjórnin eyði óvissunni!Þrátt fyrir harða andstöðu við fyrningarleiðina og ekki síður við frumvarp Jóns Bjarnasonar hafa orðið þau veðrabrigði í afstöðu útvegsmanna að nú heimta þeir að óvissunni verði aflétt. Þeir vilja að ríkisstjórnin sem þeir ætluðu að bíða af sér leysi þetta mikla deilumál. Ástæða sinnaskiptanna er augljós. Ef það auðlindaákvæði sem stjórnlagaráð leggur til að sett verði í stjórnarskrána verður að veruleika er úti um allan forgang núverandi veiðiréttarhafa. Tækifærið til sátta er þess vegna núna og best fyrir alla að það verði nýtt. Það yrði hins vegar óþarfur áfangi en ekki endir á langri deilu að fara þá leið sem lagt var upp með í frumvarpi Jóns Bjarnasonar. Ég tel vel hægt að ná markmiðum stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum betur og á hagkvæmari hátt fyrir bæði þjóðina og sjávarútveginn en mögulegt er með þeirri leið sem nú er til umræðu. Meira um það í næstu grein.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar