Innlent

Tíðni fyrir 4G boðin út í ár

Tíðnisvið fyrir 4G farsímaþjónustu verður boðið út í ár. Fréttablaðið/Valli
Tíðnisvið fyrir 4G farsímaþjónustu verður boðið út í ár. Fréttablaðið/Valli
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) stefnir að því að bjóða út tíðnir fyrir fjórðu kynslóð farsímaþjónustu (4G) síðar á árinu. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.

PFS endurútgaf á dögunum tíðniheimildir fyrir farsímaþjónustu á 900 MHz og 1800 MHz tíðnisviðunum til næstu tíu ára.

Síminn hf. og Fjarskipti ehf. fengu heimildir, á báðum tíðnisviðum og Nova ehf. og IMC Íslands ehf. á 1800 MHz tíðnisviðinu. Með endurútgáfu leyfanna er innheimt gjald að upphæð tæplega 116 milljóna króna sem rennur í fjarskiptasjóð. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×