Kaup á vændi af barni 20. febrúar 2012 08:15 Dómur Héraðsdóms Vesturlands frá 9. febrúar síðastliðnum, þar sem maður er sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni, hefur vakið nokkra athygli og orðið tilefni umfjöllunar á opinberum vettvangi, ekki síst vegna þess að refsingin er skilorðsbundin. Gerandinn, sem er tæplega sextugur karlmaður, viðurkenndi fyrir dómi að hafa greitt 14 ára dreng allt að 30.000 krónur í reiðufé fyrir kynferðismök í tvö skipti. Með þessari háttsemi braut maðurinn gegn tveimur ákvæðum almennra hegningarlaga. Í fyrsta lagi gegn 1. mgr. 202. gr., sem leggur bann við því að hafa kynferðismök við barn yngra en 15 ára og í öðru lagi gegn 2. mgr. 206. gr. sem leggur bann við því að greiða börnum undir 18 ára aldri fyrir kynlífsþjónustu, þ.e. fyrir að kaupa vændi af barni. Þá er vísað í 204. gr. hegningarlaganna í ákæruskjali og dómsniðurstöðu en samkvæmt henni má sakfella mann fyrir brot gegn fyrrnefndri greininni þó viðkomandi hafi ekki verið viss um aldur barnsins heldur framið brotið í gáleysi um aldur þess. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi hreint sakavottorð. Í læknisvottorði, sem lagt var fram í málinu, segir að maðurinn sé vel gefinn og vel gerður samkynhneigður maður sem hafi um árabil lifað í felum með kynhneigð sína. Hann hafi freistast til að leita eftir samskiptum við aðra karlmenn í netheimum og hafi þetta orðið til þess að hann hafi verið afhjúpaður með miklum afleiðingum fyrir hann og fjölskyldu hans og hafi hann misst starf sitt. Enginn vafi leikur á því að mati læknisins að ákærði er ekki haldinn barnagirnd eða hefur langanir til afbrigðilegs kynlífs. Þá er lýst meðferðum sem ákærði hefur sótt eftir að atvik þessa máls urðu, en hann hafði bæði farið í áfengismeðferð, meðferð við kynlífsfíkn og verið í viðtölum hjá geðlækni. Maðurinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi en með hliðsjón af skýlausri játningu hans, þeim afleiðingum sem brot hans hafa haft fyrir hann og því hvernig hann hefur unnið úr sínum málum er refsingin skilorðsbundin að öllu leyti og fellur niður að þremur árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð. Dómurinn hefur orðið tilefni gagnrýni vegna ákvörðunar refsingar, en mörgum þykir sem gerandinn hafi sloppið nokkuð vel. Að sönnu virðist sem refsing ákærða sé í vægara lagi miðað við alvarleika brotsins. Í fyrsta lagi er refsingin ákveðin eins árs fangelsi, en vægari getur hún ekki orðið þar sem þetta er lágmarksrefsing fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. hgl., en maðurinn var sakfelldur fyrir brot gegn því ákvæði. Hámarksrefsing er á hinn bóginn 16 ár. Í öðru lagi er refsingin skilorðsbundin að öllu leyti. Fyrir þessari ákvörðun færir héraðsdómarinn þrenns konar rök, þ.e að ákærði játaði brotin skýlaust, afleiðingar brotanna hafi þegar orðið alvarlegar fyrir hann og hann hafi unnið vel úr sínum málum með því að sækja meðferðir við vanda sínum. Í þeirri gagnrýni sem hefur birst hefur þó verið horft framhjá því að þau sjónarmið sem héraðsdómarinn rekur eru þekkt í dómaframkvæmd og hafa oft verið látin hafa áhrif við ákvörðun refsingar, sem og á skilorðsbindingu refsingar að hluta eða öllu leyti. Þetta hefur þótt eiga við í kynferðisbrotamálum með áþekkum hætti og í öðrum sakamálum. Þykir mörgum sanngjarnt og réttlátt að þeir sem játa brot sín skýlaust og sýna iðrun og yfirbót í orði og verki njóti þess við ákvörðun refsingar. Þótt dómurinn geti þannig staðfest frá refsiréttarlegu sjónarmiði að þau sjónarmið sem dómarinn beitir geti að sínu leyti verið réttmæt, er dómurinn ekki hafinn yfir gagnrýni. Einkum vaknar sú spurning hvort hann sé í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í þessum málaflokki á síðustu árum. Grunnurinn að þessari þróun eru m.a. annars breytingar sem gerðar vou á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna með lögum nr. 61/2007. Ýmis nýmæli var þar finna, en m.a. var mælt fyrir um þyngingu refsingar fyrir sum brot, auk þess sem ákveðið var að viss alvarleg brot skyldu ekki fyrnast. Má ætla að í þessu hafi falist þau skilaboð löggjafans að harðar skyldi tekið á málum en áður. Í öðru lagi fer tæpast á milli mála að dómar í málum af þessu tagi hafa verið að þyngjast undanfarin ár. Í þriðja lagi má segja að umræðan undanfarin ár hafi í æ ríkara mæli tekið mið af fórnarlömbum þessara brota þar sem aukin vitund, þekking og umræða um langvarandi og alvarlegar afleiðingar þessara brota fyrir þolendur þeirra hefur haft vaxandi þýðingu við stefnumótun og réttarframkvæmd í þessum málflokki. Brot sakfellda í þessu máli voru að sönnu alvarleg. Um var að ræða mann um sextugt sem keypti vændisþjónustu af dreng á fermingaraldri. Augljóslega var hann í yfirburðastöðu og nýtti sér varnarleysi og þroskaleysi hins unga pilts, en gera má ráð fyrir að afleiðingar brotsins fyrir piltinn geti orðið bæði langavarandi og erfiðar viðfangs. Má geta þess að löggjöf er leggur bann við því að fullorðnir stundi kynlíf með börnum er á því reist að vernda þurfi barnið óháð viljaafstöðu þess til þátttöku í kynlífsathöfnum. Í ljósi alvarleika brotsins og þess sem ætla má að hafi verið eindreginn brotavilji á gerandinn sér í raun fáar málsbætur að því er best verður séð sé miðað við sambærileg mál. Því er það réttmæt spurning hvort ekki voru skilyrði til þess að ganga lengra en að dæma í lægstu mögulegu refsingu, sem og skilorðsbinda hana að öllu leyti. Færa má rök fyrir því að það hefði verið í betra samræmi við þá þróun sem hefur orðið í þessum málaflokki undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Vesturlands frá 9. febrúar síðastliðnum, þar sem maður er sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni, hefur vakið nokkra athygli og orðið tilefni umfjöllunar á opinberum vettvangi, ekki síst vegna þess að refsingin er skilorðsbundin. Gerandinn, sem er tæplega sextugur karlmaður, viðurkenndi fyrir dómi að hafa greitt 14 ára dreng allt að 30.000 krónur í reiðufé fyrir kynferðismök í tvö skipti. Með þessari háttsemi braut maðurinn gegn tveimur ákvæðum almennra hegningarlaga. Í fyrsta lagi gegn 1. mgr. 202. gr., sem leggur bann við því að hafa kynferðismök við barn yngra en 15 ára og í öðru lagi gegn 2. mgr. 206. gr. sem leggur bann við því að greiða börnum undir 18 ára aldri fyrir kynlífsþjónustu, þ.e. fyrir að kaupa vændi af barni. Þá er vísað í 204. gr. hegningarlaganna í ákæruskjali og dómsniðurstöðu en samkvæmt henni má sakfella mann fyrir brot gegn fyrrnefndri greininni þó viðkomandi hafi ekki verið viss um aldur barnsins heldur framið brotið í gáleysi um aldur þess. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi hreint sakavottorð. Í læknisvottorði, sem lagt var fram í málinu, segir að maðurinn sé vel gefinn og vel gerður samkynhneigður maður sem hafi um árabil lifað í felum með kynhneigð sína. Hann hafi freistast til að leita eftir samskiptum við aðra karlmenn í netheimum og hafi þetta orðið til þess að hann hafi verið afhjúpaður með miklum afleiðingum fyrir hann og fjölskyldu hans og hafi hann misst starf sitt. Enginn vafi leikur á því að mati læknisins að ákærði er ekki haldinn barnagirnd eða hefur langanir til afbrigðilegs kynlífs. Þá er lýst meðferðum sem ákærði hefur sótt eftir að atvik þessa máls urðu, en hann hafði bæði farið í áfengismeðferð, meðferð við kynlífsfíkn og verið í viðtölum hjá geðlækni. Maðurinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi en með hliðsjón af skýlausri játningu hans, þeim afleiðingum sem brot hans hafa haft fyrir hann og því hvernig hann hefur unnið úr sínum málum er refsingin skilorðsbundin að öllu leyti og fellur niður að þremur árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð. Dómurinn hefur orðið tilefni gagnrýni vegna ákvörðunar refsingar, en mörgum þykir sem gerandinn hafi sloppið nokkuð vel. Að sönnu virðist sem refsing ákærða sé í vægara lagi miðað við alvarleika brotsins. Í fyrsta lagi er refsingin ákveðin eins árs fangelsi, en vægari getur hún ekki orðið þar sem þetta er lágmarksrefsing fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. hgl., en maðurinn var sakfelldur fyrir brot gegn því ákvæði. Hámarksrefsing er á hinn bóginn 16 ár. Í öðru lagi er refsingin skilorðsbundin að öllu leyti. Fyrir þessari ákvörðun færir héraðsdómarinn þrenns konar rök, þ.e að ákærði játaði brotin skýlaust, afleiðingar brotanna hafi þegar orðið alvarlegar fyrir hann og hann hafi unnið vel úr sínum málum með því að sækja meðferðir við vanda sínum. Í þeirri gagnrýni sem hefur birst hefur þó verið horft framhjá því að þau sjónarmið sem héraðsdómarinn rekur eru þekkt í dómaframkvæmd og hafa oft verið látin hafa áhrif við ákvörðun refsingar, sem og á skilorðsbindingu refsingar að hluta eða öllu leyti. Þetta hefur þótt eiga við í kynferðisbrotamálum með áþekkum hætti og í öðrum sakamálum. Þykir mörgum sanngjarnt og réttlátt að þeir sem játa brot sín skýlaust og sýna iðrun og yfirbót í orði og verki njóti þess við ákvörðun refsingar. Þótt dómurinn geti þannig staðfest frá refsiréttarlegu sjónarmiði að þau sjónarmið sem dómarinn beitir geti að sínu leyti verið réttmæt, er dómurinn ekki hafinn yfir gagnrýni. Einkum vaknar sú spurning hvort hann sé í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í þessum málaflokki á síðustu árum. Grunnurinn að þessari þróun eru m.a. annars breytingar sem gerðar vou á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna með lögum nr. 61/2007. Ýmis nýmæli var þar finna, en m.a. var mælt fyrir um þyngingu refsingar fyrir sum brot, auk þess sem ákveðið var að viss alvarleg brot skyldu ekki fyrnast. Má ætla að í þessu hafi falist þau skilaboð löggjafans að harðar skyldi tekið á málum en áður. Í öðru lagi fer tæpast á milli mála að dómar í málum af þessu tagi hafa verið að þyngjast undanfarin ár. Í þriðja lagi má segja að umræðan undanfarin ár hafi í æ ríkara mæli tekið mið af fórnarlömbum þessara brota þar sem aukin vitund, þekking og umræða um langvarandi og alvarlegar afleiðingar þessara brota fyrir þolendur þeirra hefur haft vaxandi þýðingu við stefnumótun og réttarframkvæmd í þessum málflokki. Brot sakfellda í þessu máli voru að sönnu alvarleg. Um var að ræða mann um sextugt sem keypti vændisþjónustu af dreng á fermingaraldri. Augljóslega var hann í yfirburðastöðu og nýtti sér varnarleysi og þroskaleysi hins unga pilts, en gera má ráð fyrir að afleiðingar brotsins fyrir piltinn geti orðið bæði langavarandi og erfiðar viðfangs. Má geta þess að löggjöf er leggur bann við því að fullorðnir stundi kynlíf með börnum er á því reist að vernda þurfi barnið óháð viljaafstöðu þess til þátttöku í kynlífsathöfnum. Í ljósi alvarleika brotsins og þess sem ætla má að hafi verið eindreginn brotavilji á gerandinn sér í raun fáar málsbætur að því er best verður séð sé miðað við sambærileg mál. Því er það réttmæt spurning hvort ekki voru skilyrði til þess að ganga lengra en að dæma í lægstu mögulegu refsingu, sem og skilorðsbinda hana að öllu leyti. Færa má rök fyrir því að það hefði verið í betra samræmi við þá þróun sem hefur orðið í þessum málaflokki undanfarin ár.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar