Fjölmiðill í almannaþágu Katrín Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2012 06:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp mitt til laga um Ríkisútvarpið. Með því er mörkuð sú stefna að Ríkisútvarpið leggi megináherslu á það hlutverk sitt að veita fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Af því leiðir að samfélagslegt hlutverk þess er í forgrunni en viðskiptasjónarmið verða víkjandi. Er þetta í samræmi við það grundvallarsjónarmið sem ríkt hefur í starfsemi ríkisrekinna fjölmiðla annars staðar á Norðurlöndum og víðar, t.d. í Bretlandi, og hefur skapað þeim sérstöðu og traust umfram aðra fjölmiðla. Með frumvarpinu er tekin sú afstaða að Ríkisútvarpið sé ein af helstu stoðum lýðræðissamfélagsins. Því hlutverki sinnir það með því að veita landsmönnum upplýsingar sem þeir geta treyst að þjóni almannahagsmunum en ekki sérstökum sjónarmiðum eða hagsmunahópum, stjórnmálasamtökum eða einstaklingum. Með því móti gerir Ríkisútvarpið fólki kleift að móta skoðanir sínar og draga ályktanir út frá réttum upplýsingum, að því marki sem það er mögulegt. Til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði dagskrárgerðar Ríkisútvarpsins gagnvart viðskiptalegum sjónarmiðum gerir frumvarpið ráð fyrir að stofnað verði sérstakt dótturfélag um þá starfsemi Ríkisútvarpsins sem fellur utan fjölmiðlaþjónustu þess í almannaþágu, m.a. sölu auglýsingarýmis. Er einnig kveðið á um að það birti verðskrá vegna sölu á auglýsingarými í dagskrá. Þá verða settar takmarkanir á lengd auglýsingatíma og auglýsingar í miðjum dagskrárliðum gerðar óheimilar. Með þessu er einnig komið til móts við þau sjónarmið að draga eigi úr vægi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með frumvarpinu er menningarhlutverk Ríkisútvarpsins skilgreint nánar en verið hefur og út frá því að Ríkisútvarpið sé ein helsta menningarstofnun landsins. Í því felst að Ríkisútvarpið býður fjölbreytt og vandað menningar- og afþreyingarefni og fjallar um ólík svið íþrótta, lista og menningarlífs á Íslandi og erlendis, auk þess að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta um íslenska menningu og samfélag. Í því samhengi er mikilvægt að hugað sé sérstaklega að þörfum barna og ungmenna. Það er einnig hlutverk Ríkisútvarpsins að leggja rækt við íslenska tungu og kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru. Þá er gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði virkur þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð, meðal annars með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. Fleira mætti nefna en það er von mín að ný lög um Ríkisútvarpið styrki enn frekar grunn þess og hlutverk sem fjölmiðill í almannaþágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp mitt til laga um Ríkisútvarpið. Með því er mörkuð sú stefna að Ríkisútvarpið leggi megináherslu á það hlutverk sitt að veita fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Af því leiðir að samfélagslegt hlutverk þess er í forgrunni en viðskiptasjónarmið verða víkjandi. Er þetta í samræmi við það grundvallarsjónarmið sem ríkt hefur í starfsemi ríkisrekinna fjölmiðla annars staðar á Norðurlöndum og víðar, t.d. í Bretlandi, og hefur skapað þeim sérstöðu og traust umfram aðra fjölmiðla. Með frumvarpinu er tekin sú afstaða að Ríkisútvarpið sé ein af helstu stoðum lýðræðissamfélagsins. Því hlutverki sinnir það með því að veita landsmönnum upplýsingar sem þeir geta treyst að þjóni almannahagsmunum en ekki sérstökum sjónarmiðum eða hagsmunahópum, stjórnmálasamtökum eða einstaklingum. Með því móti gerir Ríkisútvarpið fólki kleift að móta skoðanir sínar og draga ályktanir út frá réttum upplýsingum, að því marki sem það er mögulegt. Til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði dagskrárgerðar Ríkisútvarpsins gagnvart viðskiptalegum sjónarmiðum gerir frumvarpið ráð fyrir að stofnað verði sérstakt dótturfélag um þá starfsemi Ríkisútvarpsins sem fellur utan fjölmiðlaþjónustu þess í almannaþágu, m.a. sölu auglýsingarýmis. Er einnig kveðið á um að það birti verðskrá vegna sölu á auglýsingarými í dagskrá. Þá verða settar takmarkanir á lengd auglýsingatíma og auglýsingar í miðjum dagskrárliðum gerðar óheimilar. Með þessu er einnig komið til móts við þau sjónarmið að draga eigi úr vægi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með frumvarpinu er menningarhlutverk Ríkisútvarpsins skilgreint nánar en verið hefur og út frá því að Ríkisútvarpið sé ein helsta menningarstofnun landsins. Í því felst að Ríkisútvarpið býður fjölbreytt og vandað menningar- og afþreyingarefni og fjallar um ólík svið íþrótta, lista og menningarlífs á Íslandi og erlendis, auk þess að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta um íslenska menningu og samfélag. Í því samhengi er mikilvægt að hugað sé sérstaklega að þörfum barna og ungmenna. Það er einnig hlutverk Ríkisútvarpsins að leggja rækt við íslenska tungu og kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru. Þá er gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði virkur þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð, meðal annars með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. Fleira mætti nefna en það er von mín að ný lög um Ríkisútvarpið styrki enn frekar grunn þess og hlutverk sem fjölmiðill í almannaþágu.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun