Fjölmiðill í almannaþágu Katrín Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2012 06:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp mitt til laga um Ríkisútvarpið. Með því er mörkuð sú stefna að Ríkisútvarpið leggi megináherslu á það hlutverk sitt að veita fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Af því leiðir að samfélagslegt hlutverk þess er í forgrunni en viðskiptasjónarmið verða víkjandi. Er þetta í samræmi við það grundvallarsjónarmið sem ríkt hefur í starfsemi ríkisrekinna fjölmiðla annars staðar á Norðurlöndum og víðar, t.d. í Bretlandi, og hefur skapað þeim sérstöðu og traust umfram aðra fjölmiðla. Með frumvarpinu er tekin sú afstaða að Ríkisútvarpið sé ein af helstu stoðum lýðræðissamfélagsins. Því hlutverki sinnir það með því að veita landsmönnum upplýsingar sem þeir geta treyst að þjóni almannahagsmunum en ekki sérstökum sjónarmiðum eða hagsmunahópum, stjórnmálasamtökum eða einstaklingum. Með því móti gerir Ríkisútvarpið fólki kleift að móta skoðanir sínar og draga ályktanir út frá réttum upplýsingum, að því marki sem það er mögulegt. Til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði dagskrárgerðar Ríkisútvarpsins gagnvart viðskiptalegum sjónarmiðum gerir frumvarpið ráð fyrir að stofnað verði sérstakt dótturfélag um þá starfsemi Ríkisútvarpsins sem fellur utan fjölmiðlaþjónustu þess í almannaþágu, m.a. sölu auglýsingarýmis. Er einnig kveðið á um að það birti verðskrá vegna sölu á auglýsingarými í dagskrá. Þá verða settar takmarkanir á lengd auglýsingatíma og auglýsingar í miðjum dagskrárliðum gerðar óheimilar. Með þessu er einnig komið til móts við þau sjónarmið að draga eigi úr vægi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með frumvarpinu er menningarhlutverk Ríkisútvarpsins skilgreint nánar en verið hefur og út frá því að Ríkisútvarpið sé ein helsta menningarstofnun landsins. Í því felst að Ríkisútvarpið býður fjölbreytt og vandað menningar- og afþreyingarefni og fjallar um ólík svið íþrótta, lista og menningarlífs á Íslandi og erlendis, auk þess að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta um íslenska menningu og samfélag. Í því samhengi er mikilvægt að hugað sé sérstaklega að þörfum barna og ungmenna. Það er einnig hlutverk Ríkisútvarpsins að leggja rækt við íslenska tungu og kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru. Þá er gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði virkur þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð, meðal annars með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. Fleira mætti nefna en það er von mín að ný lög um Ríkisútvarpið styrki enn frekar grunn þess og hlutverk sem fjölmiðill í almannaþágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp mitt til laga um Ríkisútvarpið. Með því er mörkuð sú stefna að Ríkisútvarpið leggi megináherslu á það hlutverk sitt að veita fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Af því leiðir að samfélagslegt hlutverk þess er í forgrunni en viðskiptasjónarmið verða víkjandi. Er þetta í samræmi við það grundvallarsjónarmið sem ríkt hefur í starfsemi ríkisrekinna fjölmiðla annars staðar á Norðurlöndum og víðar, t.d. í Bretlandi, og hefur skapað þeim sérstöðu og traust umfram aðra fjölmiðla. Með frumvarpinu er tekin sú afstaða að Ríkisútvarpið sé ein af helstu stoðum lýðræðissamfélagsins. Því hlutverki sinnir það með því að veita landsmönnum upplýsingar sem þeir geta treyst að þjóni almannahagsmunum en ekki sérstökum sjónarmiðum eða hagsmunahópum, stjórnmálasamtökum eða einstaklingum. Með því móti gerir Ríkisútvarpið fólki kleift að móta skoðanir sínar og draga ályktanir út frá réttum upplýsingum, að því marki sem það er mögulegt. Til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði dagskrárgerðar Ríkisútvarpsins gagnvart viðskiptalegum sjónarmiðum gerir frumvarpið ráð fyrir að stofnað verði sérstakt dótturfélag um þá starfsemi Ríkisútvarpsins sem fellur utan fjölmiðlaþjónustu þess í almannaþágu, m.a. sölu auglýsingarýmis. Er einnig kveðið á um að það birti verðskrá vegna sölu á auglýsingarými í dagskrá. Þá verða settar takmarkanir á lengd auglýsingatíma og auglýsingar í miðjum dagskrárliðum gerðar óheimilar. Með þessu er einnig komið til móts við þau sjónarmið að draga eigi úr vægi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með frumvarpinu er menningarhlutverk Ríkisútvarpsins skilgreint nánar en verið hefur og út frá því að Ríkisútvarpið sé ein helsta menningarstofnun landsins. Í því felst að Ríkisútvarpið býður fjölbreytt og vandað menningar- og afþreyingarefni og fjallar um ólík svið íþrótta, lista og menningarlífs á Íslandi og erlendis, auk þess að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta um íslenska menningu og samfélag. Í því samhengi er mikilvægt að hugað sé sérstaklega að þörfum barna og ungmenna. Það er einnig hlutverk Ríkisútvarpsins að leggja rækt við íslenska tungu og kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru. Þá er gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði virkur þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð, meðal annars með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. Fleira mætti nefna en það er von mín að ný lög um Ríkisútvarpið styrki enn frekar grunn þess og hlutverk sem fjölmiðill í almannaþágu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar