Níu metra pútt fyrir erni tryggði Dufner forystuna | Bubba þreyttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2012 12:30 Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner setti niður níu metra pútt fyrir erni á 18. holunni á PGA-móti í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Púttið tryggði Dufner eins höggs forystu að loknum tveimur keppnisdögum. Dufner, sem enn er í leit að fyrsta sigri á PGA-móti, spilaði á sjö höggum undir pari í gær og er á tólf höggum undir samanlagt. Dufner var tvívegis hársbreidd frá sigri á PGA-móti á síðasta keppnisári. Hann þurfti hins vegar að sætta sig við tap að loknum bráðabana í bæði skiptin. Skotinn Russel Knox er í öðru sæti á ellefu höggum undir pari líkt og Bandaríkjamennirnir Ken Duke og John Rollins. Luke Donald er nokkrum sætum á eftir efstu mönnum á sex höggum undir pari samanlagt. Bubba Watson slapp í gegnum niðurskurðinnBandaríkjamaðurinn Bubba Watson, sem sigraði á Masters-mótinu á dögunum, hefur ekki náð sér á strik í New Orleans. Watson. Hinn högglangi Watson spilaði hringinn í gær á einu höggi undir pari, líkt og á fyrsta degi, og er samanlagt á tveimur höggum undir pari. Kylfingar með verri árangur sluppu ekki í gegnum niðurskurðinn. „Ég er mjög ánægður (að hafa sloppið í gegnum niðurskurðinn). Ég fæ að spila tvo hringi í viðbót og endurmeta stöðuna," sagði Watson sem sagði Masters-mótið ennþá sitja í sér. „Ég er uppgefinn. Ég hef ekki gefið mér neinn tíma til að fagna sigrinum á Masters-mótinu. Mér gengur ekki nægilega vel að einbeita mér að golfinu fyrir vikið," sagði Watson. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner setti niður níu metra pútt fyrir erni á 18. holunni á PGA-móti í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Púttið tryggði Dufner eins höggs forystu að loknum tveimur keppnisdögum. Dufner, sem enn er í leit að fyrsta sigri á PGA-móti, spilaði á sjö höggum undir pari í gær og er á tólf höggum undir samanlagt. Dufner var tvívegis hársbreidd frá sigri á PGA-móti á síðasta keppnisári. Hann þurfti hins vegar að sætta sig við tap að loknum bráðabana í bæði skiptin. Skotinn Russel Knox er í öðru sæti á ellefu höggum undir pari líkt og Bandaríkjamennirnir Ken Duke og John Rollins. Luke Donald er nokkrum sætum á eftir efstu mönnum á sex höggum undir pari samanlagt. Bubba Watson slapp í gegnum niðurskurðinnBandaríkjamaðurinn Bubba Watson, sem sigraði á Masters-mótinu á dögunum, hefur ekki náð sér á strik í New Orleans. Watson. Hinn högglangi Watson spilaði hringinn í gær á einu höggi undir pari, líkt og á fyrsta degi, og er samanlagt á tveimur höggum undir pari. Kylfingar með verri árangur sluppu ekki í gegnum niðurskurðinn. „Ég er mjög ánægður (að hafa sloppið í gegnum niðurskurðinn). Ég fæ að spila tvo hringi í viðbót og endurmeta stöðuna," sagði Watson sem sagði Masters-mótið ennþá sitja í sér. „Ég er uppgefinn. Ég hef ekki gefið mér neinn tíma til að fagna sigrinum á Masters-mótinu. Mér gengur ekki nægilega vel að einbeita mér að golfinu fyrir vikið," sagði Watson.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira