Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hefur unnið sín fjórðu gullverðlaun á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hún kom fyrst í mark í 200 m hlaupi kvenna.
Hafdís hljóp á 24,83 sekúndum og var rúmri sekúndu frá Íslandsmetinu innanhúss sem Silja Úlfarsdóttir setti árið 2004. Hún vann í sigur í 60 og 400 m hlaupum sem og langstökki kvenna í gær.
Trausti Stefánsson, sem vann gull í 400 m hlaupi í gær, fagnaði einnig sigri í 200 m hlaupi karla í dag. Kom hann í mark á 21,77 sekúdnum og var aðeins tólf hundraðshlutum úr sekúndu frá meti Óla Tómasar Freyssonar frá 2008.
Hafdís með fjórða gullið
Tengdar fréttir
Hafdís vann þrjú gull og með besta afrekið
Meistarmót FRÍ fer fram nú um helgina í Laugardalshöllinni og er seinni keppnisdagur þegar hafinn. Í gær náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta árangri dagsins þegar hún sigraði í 400 m hlaupi kvenna.