Menning

Koma svo - styrkjum Kvennaathvarfið!

Starfsfólk Evrópustofu hvetur íslensk fyrirtæki til að styrkja Kvennaathvarfið eins og CCP og flugfélagið Wow hafa nú þegar gert.
Starfsfólk Evrópustofu hvetur íslensk fyrirtæki til að styrkja Kvennaathvarfið eins og CCP og flugfélagið Wow hafa nú þegar gert.
Starfsfólk Evrópustofu, upplýsingamiðstöðvar ESB, tekur þátt í átakinu Öll með tölu, þar sem safnað er fyrir nýju og stærra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið.

"Við viljum jafnframt skora á starfsfólk og stjórnarmenn Heimssýnar og Já Ísland að láta sig þetta brýna þjóðfélagsmál ekki síður varða en Evrópumálin, og taka þátt í átakinu, Öll með tölu," segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu.

Allir starfsmenn flugfélagsins Wow keyptu tölu og fyrirtækið tvöfaldaði síðan upphæðina sem rann til samtakanna - sjá nánar hér.

Tölvuleikjafyrirtækið CCP styrkti einnig Kvennaathvarfið með kaupum á 150 tölum fyrir starfsmenn fyrirtækisins- sjá nánar hér.

Heimasíðan ollmedtolu.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×