Innlent

Geir H. Haarde vill endurheimta æru sína

Geir H. Haarde í Landsdómi.
Geir H. Haarde í Landsdómi.
„Ég er að verða þekktur af vitlausum ástæðum," segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali við bandaríska stórblaðið Washington Post, þar sem fjallað erum dómsmál gegn honum sem er rekið fyrir Landsdómi.

Geir segist ósáttur við málareksturinn og segir í viðtalinu að í raun sé hann ákærður fyrir að sjá ekki inni í framtíðina. Geir heldur því fram að hann sé alls ekki sekur um hrunið, heldur þvert á móti hafi hann hjálpað Íslandi að takast á við eftirmál hrunsins með því að neita að bjarga viðskiptabönkunum og neyða um leið erlenda kröfuhafa til þess að taka á sig gríðarlega stórt tap.

Einnig er rætt við Margréti Tryggadóttur, þingmann Hreyfingarinnar, í greininni. Aðspurð hvort það sé eðlilegt að skella skuldinni á Geir einan svarar hún því til að fleiri hafi átt sök í hruninu, en Geir hafi verið skipstjórinn.

Í lokaorðum greinarinnar segir að það sé ekki nóg fyrir Geir að forðast fangelsisvist; hann vilji svolítið meira en frelsið. „Ég var eitt sinn málsmetandi maður," sagði Geir og bætti við: „Ég vil endurheimta æru mína."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×