Læsi er lífsgæði Pétur Gunnarsson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Það er ekki erfitt að taka afstöðu með því sem er gott. Og auðvelt að taka afstöðu gegn því sem er vont. En því sem er bæði gott og vont? Jákvætt og neikvætt í senn? Þar hefst vandinn. Og sá er í æ ríkari mæli vandi okkar sem nú lifum. Tökum einfalt dæmi: lífskjarabyltinguna á síðari helmingi síðustu aldar. Vélar tóku ómakið af vöðvaaflinu, menn gátu farið allra sinna ferða án þess að hreyfa fæturna, unnið fyrrum erfiðisverk án þess að hreyfa hendurnar. Stórkostlegt! En svo komu fylgikvillarnir: kransæðastíflur, of hár blóðþrýstingur, offita – allt afleiðingar hreyfingarleysis. Og fólk fór að búa sér til tilefni til hreyfingar: hlaupa, ganga, stunda líkamsræktarstöðvar… Víkur nú sögunni að huganum. Breytingar sem á síðustu öld gerðust á sviði vöðvanna eiga sér nú um stundir stað á sviði hugans. Einnig hér blandast jákvætt og neikvætt. Lyklaborðið tekur af okkur ómakið við að draga til stafs. Vasareiknirinn reiknar fyrir okkur. Upplýsing og afþreying berst okkur án þess að við þurfum að leggja nokkuð af mörkum sjálf. Afleiðingin er hreyfingarleysi hugans. Og lestur er ígildi hreyfingar þegar kemur að huganum. Lestur á í raun furðu margt sammerkt með göngu. Maður hugsar aldrei heila hugsun undir stýri. Hugsanirnar snúrra hring eftir hring án þess að fá búning. Á göngu aftur á móti kemur framvinda í þankaganginn, hugsun tekur við af hugsun. Athöfnin að búa til orð úr stöfum og merkingu úr orðum kallar á virkni lesandans og sú virkni skilar sér í atgervi: orðaforða, tökum á máli – og sá sem hefur tök á máli hefur tök á hugsun. Og ekki nóg með það: hinn lesandi er í senn í samtali við textann og samskiptum við sinn innri mann. Innra með honum eru ótal leiðir og stígar, leyni og athvörf sem hann á kost á, en hinn sem ekki les fer á mis við. Það er í því ljósi sem nýlegar kannanir gerðar í framhaldsskólum landsins vekja til umhugsunar. Árið 2007 sögðust 33,5% framhaldsskólapilta aldrei lesa bók. Árið 2010 var hlutfallið komið í 45,4%. Árið 2007 sögðust 26% telpna í framhaldsskólaúrtaki aldrei lesa bók. Árið 2010 var það komið í 40%. Hvað er hægt að gera? Vandinn er af öðrum toga en kyrrsetuvandinn. Hugarfita er ekki sýnileg, of hár hugarþrýstingur mælist ekki í apóteki. Afleiðingarnar aftur á móti eru mælanlegar, til að mynda í nýlegri fjölþjóðlegri könnun þar sem íslenskir drengir komu óþarflega illa út í stærðfræði af því tregur lesskilningur stóð þeim fyrir þrifum. Í stærðfræði! Það gildir sama hér og um hreyfinguna, við verðum að taka meðvitaða ákvörðun um iðkun. Það verður að koma til lestrarákvörðun okkar allra: heimila, skóla, fjölmiðla – en af þessum þremur eru heimilin án vafa mikilvægust. Barn sem elst upp með bóklestri, sem foreldri gefur sér tíma til að skoða með bók og þýða myndirnar yfir í orð og orðin yfir í myndir – binst lestri. Það skilur að á milli tveggja spjalda er veröld sem því stendur til boða. Veröld orðanna. Það er aldrei of snemmt að byrja. Einhver mestu lífsgæði sem foreldri getur fært barni sínu er færni til að lesa. Get ég sannað það? Nei, en ég segi eins og skólabróðir minn einn sem átti að sanna að tvær samhliða línur skærust aldrei. Hann sagði: „Ég get að vísu ekki sannað það, en ég legg drengskap minn að veði.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki erfitt að taka afstöðu með því sem er gott. Og auðvelt að taka afstöðu gegn því sem er vont. En því sem er bæði gott og vont? Jákvætt og neikvætt í senn? Þar hefst vandinn. Og sá er í æ ríkari mæli vandi okkar sem nú lifum. Tökum einfalt dæmi: lífskjarabyltinguna á síðari helmingi síðustu aldar. Vélar tóku ómakið af vöðvaaflinu, menn gátu farið allra sinna ferða án þess að hreyfa fæturna, unnið fyrrum erfiðisverk án þess að hreyfa hendurnar. Stórkostlegt! En svo komu fylgikvillarnir: kransæðastíflur, of hár blóðþrýstingur, offita – allt afleiðingar hreyfingarleysis. Og fólk fór að búa sér til tilefni til hreyfingar: hlaupa, ganga, stunda líkamsræktarstöðvar… Víkur nú sögunni að huganum. Breytingar sem á síðustu öld gerðust á sviði vöðvanna eiga sér nú um stundir stað á sviði hugans. Einnig hér blandast jákvætt og neikvætt. Lyklaborðið tekur af okkur ómakið við að draga til stafs. Vasareiknirinn reiknar fyrir okkur. Upplýsing og afþreying berst okkur án þess að við þurfum að leggja nokkuð af mörkum sjálf. Afleiðingin er hreyfingarleysi hugans. Og lestur er ígildi hreyfingar þegar kemur að huganum. Lestur á í raun furðu margt sammerkt með göngu. Maður hugsar aldrei heila hugsun undir stýri. Hugsanirnar snúrra hring eftir hring án þess að fá búning. Á göngu aftur á móti kemur framvinda í þankaganginn, hugsun tekur við af hugsun. Athöfnin að búa til orð úr stöfum og merkingu úr orðum kallar á virkni lesandans og sú virkni skilar sér í atgervi: orðaforða, tökum á máli – og sá sem hefur tök á máli hefur tök á hugsun. Og ekki nóg með það: hinn lesandi er í senn í samtali við textann og samskiptum við sinn innri mann. Innra með honum eru ótal leiðir og stígar, leyni og athvörf sem hann á kost á, en hinn sem ekki les fer á mis við. Það er í því ljósi sem nýlegar kannanir gerðar í framhaldsskólum landsins vekja til umhugsunar. Árið 2007 sögðust 33,5% framhaldsskólapilta aldrei lesa bók. Árið 2010 var hlutfallið komið í 45,4%. Árið 2007 sögðust 26% telpna í framhaldsskólaúrtaki aldrei lesa bók. Árið 2010 var það komið í 40%. Hvað er hægt að gera? Vandinn er af öðrum toga en kyrrsetuvandinn. Hugarfita er ekki sýnileg, of hár hugarþrýstingur mælist ekki í apóteki. Afleiðingarnar aftur á móti eru mælanlegar, til að mynda í nýlegri fjölþjóðlegri könnun þar sem íslenskir drengir komu óþarflega illa út í stærðfræði af því tregur lesskilningur stóð þeim fyrir þrifum. Í stærðfræði! Það gildir sama hér og um hreyfinguna, við verðum að taka meðvitaða ákvörðun um iðkun. Það verður að koma til lestrarákvörðun okkar allra: heimila, skóla, fjölmiðla – en af þessum þremur eru heimilin án vafa mikilvægust. Barn sem elst upp með bóklestri, sem foreldri gefur sér tíma til að skoða með bók og þýða myndirnar yfir í orð og orðin yfir í myndir – binst lestri. Það skilur að á milli tveggja spjalda er veröld sem því stendur til boða. Veröld orðanna. Það er aldrei of snemmt að byrja. Einhver mestu lífsgæði sem foreldri getur fært barni sínu er færni til að lesa. Get ég sannað það? Nei, en ég segi eins og skólabróðir minn einn sem átti að sanna að tvær samhliða línur skærust aldrei. Hann sagði: „Ég get að vísu ekki sannað það, en ég legg drengskap minn að veði.“
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar