Hafa margir beðið spenntir eftir nýjungum frá Birtu en hún lokaði verslun sinni þegar hún fluttist út. Hefur söngkonan Hera Björk þó verið með til sölu nokkrar flíkur eftir Birtu undanfarið í versluninni Púkó og Smart á Laugavegi.
„Eins og er eigum við fá eintök afhverri flík en við erum að bæta á lagerinn í hverri viku, svo eru einnig væntanlegar fleiri nýjar vörur fyrir jólin. Ég mun svo reglulega setja inn nýjar myndir á næstu vikum," sagði Birta í tilkynningu sinni.
Spennandi verður að sjá hvort búsetan í Barcelona veiti Birtu nýjan innblástur.
