Læknir segir "gervivísindi“ ekki eiga heima innan heilbrigðiskerfisins VG skrifar 29. nóvember 2012 16:29 Svanur Sigurbjörnsson segir óhefðbundnar lækningar í besta falli skaðlausar, í versta falli skaðlegar lífi og heilsu fólks. „Maður myndi halda að þarna á undan væru tannlækningar og sálfræðiþjónusta," segir Svanur Sigurbjörnsson læknir um þingályktunartillögu sem þrír þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram um að skoðað yrði hvort tilefni væri til þess að ríkið niðurgreiði óhefðbundnar lækningar. Svanur hefur áður gagnrýnt óhefðbundnar lækningar harðlega og skort á gagnrýni að hans mati. Um tillöguna segir Svanur að ef hún nái að ganga fram þá myndi það hafa vond áhrif á heilbrigðiskerfið. „Það er mikilvægt að svona lagað sé ekki innan heilbrigðiskerfisins," segir Svanur. „Því skilin á milli þess vísindalega og þess sem eru beinlínis gervivísindi verða ógreinilegri, og fjölmargir eiga verulega erfitt með að greina þar á milli," bætir Svanur við. Hann segir svona þjónustu í besta falli skaðlausa, „en í versta falli er þetta ógn við heilsu og líf fólks," segir Svanur um þá hættu sem getur steðjað að alvarlegum einstaklingum sem hafa ofurtrú á óhefðbundnum lækningum. Svanur segir málið þó snúast að miklu leytinu til um forgangsröðun. „Í öðrum löndum, Þýskalandi og Bretlandi, hefur þetta ekki reynst vel, heldur þvert á móti verið gríðarlega kostnaðarsamt og árangurinn eðlilega lítill," segir hann og bætir við að slíkur kostnaður hljóti að bitna á öðrum stoðum innan heilbrigðiskerfisins, enda ekki endalausu fjármagni að dreifa. En Svanur tekur mun hugmyndafræðilegri afstöðu gegn þessari þingsályktun. „Við höfum tækifæri núna til þess að koma í veg fyrir að svona gervivísindi komi inn, og þannig haldið kerfinu vísindalega heilu," segir Svanur að lokum. Tengdar fréttir Vilja kanna niðurgreiðslur óhefðbundinna lækninga Þingmennirnir Guðrún Erlingsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Bjarkey Gunnarsdóttir, varaþingmaður Vg í Norðausturkjördæmi og Ólína Þorvarðardóttir hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að greiða niður það sem heitir heildrænar meðferðir græðara. 29. nóvember 2012 14:48 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
„Maður myndi halda að þarna á undan væru tannlækningar og sálfræðiþjónusta," segir Svanur Sigurbjörnsson læknir um þingályktunartillögu sem þrír þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram um að skoðað yrði hvort tilefni væri til þess að ríkið niðurgreiði óhefðbundnar lækningar. Svanur hefur áður gagnrýnt óhefðbundnar lækningar harðlega og skort á gagnrýni að hans mati. Um tillöguna segir Svanur að ef hún nái að ganga fram þá myndi það hafa vond áhrif á heilbrigðiskerfið. „Það er mikilvægt að svona lagað sé ekki innan heilbrigðiskerfisins," segir Svanur. „Því skilin á milli þess vísindalega og þess sem eru beinlínis gervivísindi verða ógreinilegri, og fjölmargir eiga verulega erfitt með að greina þar á milli," bætir Svanur við. Hann segir svona þjónustu í besta falli skaðlausa, „en í versta falli er þetta ógn við heilsu og líf fólks," segir Svanur um þá hættu sem getur steðjað að alvarlegum einstaklingum sem hafa ofurtrú á óhefðbundnum lækningum. Svanur segir málið þó snúast að miklu leytinu til um forgangsröðun. „Í öðrum löndum, Þýskalandi og Bretlandi, hefur þetta ekki reynst vel, heldur þvert á móti verið gríðarlega kostnaðarsamt og árangurinn eðlilega lítill," segir hann og bætir við að slíkur kostnaður hljóti að bitna á öðrum stoðum innan heilbrigðiskerfisins, enda ekki endalausu fjármagni að dreifa. En Svanur tekur mun hugmyndafræðilegri afstöðu gegn þessari þingsályktun. „Við höfum tækifæri núna til þess að koma í veg fyrir að svona gervivísindi komi inn, og þannig haldið kerfinu vísindalega heilu," segir Svanur að lokum.
Tengdar fréttir Vilja kanna niðurgreiðslur óhefðbundinna lækninga Þingmennirnir Guðrún Erlingsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Bjarkey Gunnarsdóttir, varaþingmaður Vg í Norðausturkjördæmi og Ólína Þorvarðardóttir hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að greiða niður það sem heitir heildrænar meðferðir græðara. 29. nóvember 2012 14:48 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Vilja kanna niðurgreiðslur óhefðbundinna lækninga Þingmennirnir Guðrún Erlingsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Bjarkey Gunnarsdóttir, varaþingmaður Vg í Norðausturkjördæmi og Ólína Þorvarðardóttir hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að greiða niður það sem heitir heildrænar meðferðir græðara. 29. nóvember 2012 14:48