Óskynsamleg bankatillaga Finnur Sveinbjörnsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.Hagur af alhliða bönkum Lögum samkvæmt eru íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir alhliða, þ.e. hafa heimild til að stunda bæði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast um alla Evrópu og víðast hvar annars staðar í heiminum. Með því að samtvinna þessa starfsemi geta bankarnir veitt viðskiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu en ella og samnýtt húsnæði, tölvukerfi og fjölmargt starfsfólk á báðum sviðum. Þessu fylgir hagræði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra.Áföll viðskiptabanka Ýmsir virðast telja að með því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi megi lágmarka eða jafnvel koma í veg fyrir áföll. Því fer fjarri. Ríkissjóður þurfti að leggja Útvegsbanka Íslands hf. (1987) og Landsbanka Íslands (1993) til verulega fjármuni vegna útlánataps þeirra. Mikið útlánatap kallaði á fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna á Ólafsfirði (1997), Hornafirði (2001) og Siglufirði (2001) með aðstoð annarra sparisjóða. Tiltektin og uppgjörið eftir íslenska bankahrunið sýnir að óvarfærin útlánastarfsemi á þenslu- og útrásarárunum átti drjúgan þátt í falli banka og sparisjóða. Í Bandaríkjunum og Evrópu má nefna ýmis dæmi um hefðbundna viðskiptabanka sem stjórnvöld hafa þurft að bjarga í yfirstandandi fjármála- og efnahagskreppu.Reglur hafa verið hertar Hér á landi hafa þegar verið dregnir ýmsir lærdómar af bankahruninu. Þannig er bönkum nú beinlínis bannað að veita lán með veði í eigin hlutabréfum. Þá hafa reglur um lánveitingar til tengdra aðila verið hertar. Þar með er búið að bæta úr tveimur áberandi veikleikum í íslenskum bankareglum. Settar hafa verið stífari reglur um ýmsa þætti í starfsemi banka, þ.á m. kröfur um eigið fé og laust fé, stjórnarhætti og innra eftirlit (áhættustýringu, innri endurskoðun og regluvörslu). Loks hefur Fjármálaeftirlitið verið eflt þannig að virkara eftirlit er með bönkum en áður.Umdeilt erlendis Innan tæplega tveggja ára þurfa bandarískir bankar að hlíta umdeildum reglum um mörk milli tiltekinnar fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Í fyrra voru lagðar fram tillögur á Englandi sem miða að því sama. Fyrir nokkrum vikum voru lagðar fram tillögur í Evrópusambandinu. Hvergi er lagður til fullur aðskilnaður. Á öllum þessum svæðum eru skiptar skoðanir um það hvort þær reglur sem þegar hafa verið settar eða tillögur sem fram hafa komið séu skynsamlegar og nái yfirlýstum tilgangi sínum. Það er nefnilega hægara sagt en gert að draga markalínur milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Á þenslu- og útrásarárunum fyrir bankahrunið töluðu sumir forkólfar íslensks viðskiptalífs niður til annarra Norðurlanda. Sagan hefur sýnt hversu hrokafullt þetta var. Lærum af þessu og lítum til þessara landa sem fyrirmynda í því að þróa bankakerfi. Og þar fer lítið fyrir umræðu um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.Annað verkefni brýnna Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka er ekki mest aðkallandi verkefnið í íslenska bankakerfinu. Bankakerfið er of stórt. Afgreiðslustaðir eru of margir, tölvukostnaður of hár miðað við umfang viðskiptanna, stjórnunar- og eftirlitskostnaður sívaxandi og starfsfólk of margt. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustugjöldum en ella. Það skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Brýnasta verkefnið er því að leysa úr læðingi þá krafta sem duga til að umbylta bankakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.Hagur af alhliða bönkum Lögum samkvæmt eru íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir alhliða, þ.e. hafa heimild til að stunda bæði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast um alla Evrópu og víðast hvar annars staðar í heiminum. Með því að samtvinna þessa starfsemi geta bankarnir veitt viðskiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu en ella og samnýtt húsnæði, tölvukerfi og fjölmargt starfsfólk á báðum sviðum. Þessu fylgir hagræði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra.Áföll viðskiptabanka Ýmsir virðast telja að með því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi megi lágmarka eða jafnvel koma í veg fyrir áföll. Því fer fjarri. Ríkissjóður þurfti að leggja Útvegsbanka Íslands hf. (1987) og Landsbanka Íslands (1993) til verulega fjármuni vegna útlánataps þeirra. Mikið útlánatap kallaði á fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna á Ólafsfirði (1997), Hornafirði (2001) og Siglufirði (2001) með aðstoð annarra sparisjóða. Tiltektin og uppgjörið eftir íslenska bankahrunið sýnir að óvarfærin útlánastarfsemi á þenslu- og útrásarárunum átti drjúgan þátt í falli banka og sparisjóða. Í Bandaríkjunum og Evrópu má nefna ýmis dæmi um hefðbundna viðskiptabanka sem stjórnvöld hafa þurft að bjarga í yfirstandandi fjármála- og efnahagskreppu.Reglur hafa verið hertar Hér á landi hafa þegar verið dregnir ýmsir lærdómar af bankahruninu. Þannig er bönkum nú beinlínis bannað að veita lán með veði í eigin hlutabréfum. Þá hafa reglur um lánveitingar til tengdra aðila verið hertar. Þar með er búið að bæta úr tveimur áberandi veikleikum í íslenskum bankareglum. Settar hafa verið stífari reglur um ýmsa þætti í starfsemi banka, þ.á m. kröfur um eigið fé og laust fé, stjórnarhætti og innra eftirlit (áhættustýringu, innri endurskoðun og regluvörslu). Loks hefur Fjármálaeftirlitið verið eflt þannig að virkara eftirlit er með bönkum en áður.Umdeilt erlendis Innan tæplega tveggja ára þurfa bandarískir bankar að hlíta umdeildum reglum um mörk milli tiltekinnar fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Í fyrra voru lagðar fram tillögur á Englandi sem miða að því sama. Fyrir nokkrum vikum voru lagðar fram tillögur í Evrópusambandinu. Hvergi er lagður til fullur aðskilnaður. Á öllum þessum svæðum eru skiptar skoðanir um það hvort þær reglur sem þegar hafa verið settar eða tillögur sem fram hafa komið séu skynsamlegar og nái yfirlýstum tilgangi sínum. Það er nefnilega hægara sagt en gert að draga markalínur milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Á þenslu- og útrásarárunum fyrir bankahrunið töluðu sumir forkólfar íslensks viðskiptalífs niður til annarra Norðurlanda. Sagan hefur sýnt hversu hrokafullt þetta var. Lærum af þessu og lítum til þessara landa sem fyrirmynda í því að þróa bankakerfi. Og þar fer lítið fyrir umræðu um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.Annað verkefni brýnna Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka er ekki mest aðkallandi verkefnið í íslenska bankakerfinu. Bankakerfið er of stórt. Afgreiðslustaðir eru of margir, tölvukostnaður of hár miðað við umfang viðskiptanna, stjórnunar- og eftirlitskostnaður sívaxandi og starfsfólk of margt. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustugjöldum en ella. Það skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Brýnasta verkefnið er því að leysa úr læðingi þá krafta sem duga til að umbylta bankakerfinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun