Fótbolti

Þór/KA færist nær titlinum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Staða Þór/Ka á toppnum er mjög vænleg.
Staða Þór/Ka á toppnum er mjög vænleg. Fréttablaðið/Daníel
Þór/KA steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þór/KA er þar með komið með 38 stig verður með minnst sex stiga forystu á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir.

Tahnai Annis skoraði eina markið á Akureyri á 53. mínútu en Afturelding er í næst neðsta sæti deildarinnar með 12 stig.

Fylkir náði sér í mikilvægt stig á útivelli gegn Val í kvöld þar sem liðin skildu jöfn 2-2. Fylkir komst upp fyrir Aftureldingu á betri markamun með stiginu en gríðarleg spenna er í fallbaráttunni fyrir þrjár síðustu umferðirnar. Valur er í fjórða sæti með 27 stig.

FH náði jafntefli á KR velli með marki á 93. mínútu en svo virtist sem tvö mörk Önnu Garðarsdóttur myndu duga liðinu til að sækja þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni. KR er með sjö stig, fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni og ljóst að ekkert nema fall blasir við liðinu. FH lyfti sér upp í 15 stig og er enn í fallhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×