Erlent

Pussy Riot gefa út nýtt lag um Pútín

Hafi einhver haldið að ungu konurnar í rússnesku hljómsveitinni Pussy Riot hafi látið tveggja ára fangelsisdóm slá sig út af laginu ættu þeir hinir sömu að hlusta á nýjasta lag bandsins. Lagið heitir Pútin kveikir elda og textinn fjallar um það að Rússland muni segja skilið við stjórn Pútins. Konurnar í Pussy Riot voru handteknar í febrúar þegar þær héldu pönkmessu í kirkju. Þær voru dæmdar í fangelsi í síðustu viku fyrir að raska almannafriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×