Ingibjörg Sólrún segir Össur fara með rangt mál Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. mars 2012 11:14 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir Össur Skarphéðinsson fara með rangt mál. mynd/ gva. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir það rangt sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi sagt í skýrslutöku hjá Rannsóknarnefnd Alþingis og fyrir Landsdómi að hún sjálf hafi bannað honum að kalla Björgvin G. Sigurðsson til fundar um þjóðnýtingu Glitnis í lok september 2008. Ingibjörg var úti í New York þessa helgi og var með hugann allan við heilsu sína, en hún hafði greinst með æxli í heila þar ytra. Hún var að bíða eftir íslenskum lækni sem myndi úrskurða um það hvort hún ætti að fara í aðgerð vegna æxlisins. Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður hafði hringt í hana og sagt henni að hann vissi að verið væri að ræða málefni Glitnis en að enginn fulltrúi frá Samfylkingunni væri á staðnum. Ingibjörg Sólrún segist hafa hringt í Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem hafi sagt sér að hún yrði að senda fulltrúa Samfylkingarinnar á staðinn. Henni hafi þá fyrst verið hugsað til Össurar eða Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forsætisráðherra. Ingibjörg segir alrangt að hún hafi reynt að halda Björgvin frá fundinum „Ég veit að ég sagði þetta ekki," sagði Ingibjörg í vitnastúku fyrir Landsdómi í dag. „Ég er ekki sá klækjarefur að mér hafi verið efst í huga samsæri gegn viðskiptaráðherra," segir Ingibjörg. Skýrslutöku yfir Ingibjörgu Sólrúnu er lokið og næstur í vitnastúku er Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Landsdómur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir það rangt sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi sagt í skýrslutöku hjá Rannsóknarnefnd Alþingis og fyrir Landsdómi að hún sjálf hafi bannað honum að kalla Björgvin G. Sigurðsson til fundar um þjóðnýtingu Glitnis í lok september 2008. Ingibjörg var úti í New York þessa helgi og var með hugann allan við heilsu sína, en hún hafði greinst með æxli í heila þar ytra. Hún var að bíða eftir íslenskum lækni sem myndi úrskurða um það hvort hún ætti að fara í aðgerð vegna æxlisins. Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður hafði hringt í hana og sagt henni að hann vissi að verið væri að ræða málefni Glitnis en að enginn fulltrúi frá Samfylkingunni væri á staðnum. Ingibjörg Sólrún segist hafa hringt í Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem hafi sagt sér að hún yrði að senda fulltrúa Samfylkingarinnar á staðinn. Henni hafi þá fyrst verið hugsað til Össurar eða Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forsætisráðherra. Ingibjörg segir alrangt að hún hafi reynt að halda Björgvin frá fundinum „Ég veit að ég sagði þetta ekki," sagði Ingibjörg í vitnastúku fyrir Landsdómi í dag. „Ég er ekki sá klækjarefur að mér hafi verið efst í huga samsæri gegn viðskiptaráðherra," segir Ingibjörg. Skýrslutöku yfir Ingibjörgu Sólrúnu er lokið og næstur í vitnastúku er Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.
Landsdómur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira