Körfubolti

LeBron og Kobe á Ólympíuleikana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bandaríska liðið er gríðarlega vel mannað.
Bandaríska liðið er gríðarlega vel mannað. Mynd/AP
Í gær var tilkynnt hvaða leikmenn munu skipa bandaríska körfuboltalandsliðið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Tvær stærstu stjörnur NBA-deildarinnar, LeBron James og Kobe Bryant, verða með á leikunum.

Alls eru fimm leikmenn sem voru í liðinu sem vann gull á leikunum í Peking fyrir fjórum árum síðan með nú. Auk James og Bryant eru það Carmelo Anthony, Chris Paul og Deron Williams.

Alls eru tólf leikmenn í liðinu en þó nokkrir leikmenn gátu ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Meðal þeirra má nefna Derrick Rose, Dwight Howard, Dwyane Wade og Chris Bosh.

Bandaríska liðið er þó gríðarlega sterkt eins og sjá má á leikmannalistanum hér fyrir neðan og ljóst að liðið þykir líklegt til að verja Ólympíutitil sinn.

Bandaríski leikmannahópurinn: Carmelo Anthony (Knicks), Kobe Bryant (Lakers), Tyson Chandler (Knicks), Kevin Durant (Thunder), Blake Griffin (Clippers), James Harden (Thunder), Andre Iguodala (76ers), LeBron James (Heat), Kevin Love (Timberwolves), Chris Paul (Clippers), Russell Westbrook (Thunder) and Deron Williams (Nets).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×