Lífið

Kossar og knús í minningu Hemma

„Þetta snýst um að stíga aðeins út fyrir þægindarammann," segir Hörður Ágústsson, versunarmaður í Maclandi.

Hermann Valgarðsson lést um aldur fram í nóvember í fyrra. Hann hefði orðið 32 ára í dag og til að heiðra minningu hans halda vinir hans Luv-daginn hátíðlegan, en Hemmi var einmitt þekktur fyrir einstakt lag á því að láta fólki líða vel í kringum sig.

Vinir Hemma mælast til þess að fólk leggji niður allar varnir og að faðmlög, ást og náungakærleikur fái að ráða ríkum í dag. Hörður vonast svo til að dagurinn verði árlegur, eða jafn vel daglegur. „Við byrjum smátt," segir Hörður léttur. „Hemmi faðmaði menn og kyssti strax við fyrstu kynni. Það gat engum liðið óþægilega í kringum hann."

Bræðurnar Friðrik Dór og Jón Jónsson koma fram í Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda í tilefni dagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. „Þeir eru frændur Hemma, þannig að það var lítið mál að plata þá í að taka nokkur lög," segir Hörður.

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.