Innlent

Með fjóra bása í Kolaportinu

Matarúthlutun Fjölskylduhjálp biðlar nú til landsmanna um fatagjafir sem seldar verða í Kolaportinu í næsta mánuði.Fréttablaðið/GVA
Matarúthlutun Fjölskylduhjálp biðlar nú til landsmanna um fatagjafir sem seldar verða í Kolaportinu í næsta mánuði.Fréttablaðið/GVA
Fjölskylduhjálp Íslands verður með fjóra sölubása í Kolaportinu fyrstu þrjár helgarnar í mars. Tugir sjálfboðaliða munu selja þar notaðan og nýjan fatnað til styrktar starfinu.

„Nú biðlum við til landsmanna að fara í gegnum fataskápa sína og koma með það sem þeir eru hættir að nota og leyfa okkur að gera matarpeninga úr því," segir í tilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni. Ágóðinn af sölunni fer í matarsjóð samtakanna, en í desember á síðasta ári fengu 9.900 einstaklingar matargjafir og þar af voru þrjú þúsund börn. Fyrsta reglulega úthlutun ársins verður á morgun í Reykjavík og þann 23. á Reykjanesi. Tekið verður á móti fatagjöfum alla virka daga milli klukkan 10 og 14 í Eskihlíð 4 í Reykjavík og eftir samkomulagi. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×