Innlent

Tekist á um frávísun á hluta málsins

Sigríður Rut Júlíusdóttir
Sigríður Rut Júlíusdóttir
Tekist var á um frávísunarkröfu á atriði sem Guðlaugur Sigmundsson og eiginkona hans bættu við meiðyrðamálsókn sína á hendur Teiti Atlasyni kennara í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag.

Málið var höfðað gegn Teiti eftir að hann bloggaði um svonefnt Kögunarmál, en færsluna byggði hann á eldri umfjöllun Morgunblaðsins.

Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Teits, segir að áður hafi hún verið búin að krefjast frávísunar á skaðabótakröfum sem uppi voru hafðar í málinu, þrjár milljónir í upphaflegri stefnu og einni og hálfri milljón í viðbótarstefnunni.

„Eftir að frávísunarkrafan var sett fram var fallið frá bótakröfunni," segir hún, en eftir stendur þá málarekstur til þess að fá dæmd dauð og ómerk ummæli í bloggfærslu Teits. Hún segir málareksturinn engu að síður kunna að verða kostnaðarsaman fyrir Teit, jafnvel þótt málið vinnist þar sem málakostnaður gæti hlaupið á hundruðum þúsunda.

Að loknum málflutningi í gær tók dómari sér umþóttunarfrest áður en tekin verður afstaða til frávísunarkröfunnar.

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×