Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 0-2 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 24. maí 2012 15:34 Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik, 2-0, í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara í leiknum. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur. Leikurinn hófst mjög rólega og liðin voru lengi í gang. Sóknarleikurinn var ófrumlegur og ómarkviss hjá báðum liðum en þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir í Fram að sækja í sig veðrið. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, var á hægri kantinum og fann sig sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum. Varnarmenn Blika réðu lítið við hann og komst Almarr hvað eftir annað í gegnum vörn heimamanna. Þegar rúmlega 25 mínútur voru liðnar af leiknum kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði laglegt mark eftir rosaleg mistök hjá Sigmari Inga Sigurðarsyni, markverði Breiðabliks, en hann sló háa fyrirgjöf frá Sam Tillen, leikmanni Fram, beint út í teig. Þar var Kristinn Ingi mættur og skoraði með bakfallsspyrnu, virkilega vel gert. Framarar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og átti nokkur fín færi en Sigmar Ingi var þá ávallt vel vakandi og bjargaði Blikum oft á tíðum. Staðan var 1-0 fyrir Fram í hálfleik. Það gerðist fátt til að byrja með í síðari hálfleiknum og liðin lengi að komast í gang. Framarar voru greinilega nokkuð sáttir með stöðu máli og féllu töluvert til baka, en það náði Blikar lítið að nýta sér. Blikar gerðu breytingar á liðinu sínu þegar hálfleikurinn var hálfnaður en það hafði lítið að segja. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum skoruðu Fram annað mark sitt í leiknum en þar var á ferðinni Jón Gunnar Eysteinsson. Markið kom eftir hornspyrnu frá Sam Tillen en boltinn barst til Jón Gunnars eftir gríðarlega mikil klafs inn í vítateig Blika og einhvernvegin fór boltinn í netið, ekki fallegasta markið en þau telja öll jafn mikið. Fátt annað markvert gerðist í leiknum og honum lauk með þægilegum sigri Framara, 2-0. Blikar hafa aðeins náð að koma boltanum einu sinni í netið í sumar og vandræði þeirra framá við halda áfram. Almarr: Vorum ákveðnir í því að fá ekki á okkur mark„Mér líður bara mjög vel og rosalega ánægður með það að halda loksins hreinu," sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Fyrir leikinn var það markmiðið en við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur í sumar. Það er síðan ekki hægt að kvarta yfir tveimur mörkum á útivelli." „Við vorum virkilega ákveðnir í því að gera betur í kvöld, ég hef ekki alveg skýringu á því hvað gerðist í byrjun sumarsins en það var allt annað að sjá til liðsins í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Almarr hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Erum ekki að koma boltanum inn í teiginn„Fimm leikir og eitt mark er ekki nægilega gott," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Til að skora mörk þurfum við að koma boltanum inn í teig og það er það sem hefur vantað hjá okkur í sumar. Það er erfitt hlutskipti að vera framherji og fá aldrei boltann, hann þrífst þó nokkuð á þjónustu." „Við komum okkur oft á tíðum í ágætis stöðu en þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og það er okkar helsti óvinur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Kristján Hauksson: Vorum ekkert farnir að örvænta„Við vorum virkilega þéttir til baka í kvöld og þeir fengu fá færi í leiknum,“ sagði Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Hópurinn var ekkert farinn að örvænta eftir slaka byrjun á tímabilinu. Við vitum einfaldlega að liðið er mun betra í ár en á síðasta tímabili. Fram á eftir að gera góða hluti í sumar.“ „Vonandi var þessi sigur fyrsta skrefið hjá okkur til að komast á beinu brautina. Við lékum vel á köflum í kvöld en hefðum kannski mátt halda boltanum betur innan liðsins.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik, 2-0, í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara í leiknum. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur. Leikurinn hófst mjög rólega og liðin voru lengi í gang. Sóknarleikurinn var ófrumlegur og ómarkviss hjá báðum liðum en þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir í Fram að sækja í sig veðrið. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, var á hægri kantinum og fann sig sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum. Varnarmenn Blika réðu lítið við hann og komst Almarr hvað eftir annað í gegnum vörn heimamanna. Þegar rúmlega 25 mínútur voru liðnar af leiknum kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði laglegt mark eftir rosaleg mistök hjá Sigmari Inga Sigurðarsyni, markverði Breiðabliks, en hann sló háa fyrirgjöf frá Sam Tillen, leikmanni Fram, beint út í teig. Þar var Kristinn Ingi mættur og skoraði með bakfallsspyrnu, virkilega vel gert. Framarar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og átti nokkur fín færi en Sigmar Ingi var þá ávallt vel vakandi og bjargaði Blikum oft á tíðum. Staðan var 1-0 fyrir Fram í hálfleik. Það gerðist fátt til að byrja með í síðari hálfleiknum og liðin lengi að komast í gang. Framarar voru greinilega nokkuð sáttir með stöðu máli og féllu töluvert til baka, en það náði Blikar lítið að nýta sér. Blikar gerðu breytingar á liðinu sínu þegar hálfleikurinn var hálfnaður en það hafði lítið að segja. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum skoruðu Fram annað mark sitt í leiknum en þar var á ferðinni Jón Gunnar Eysteinsson. Markið kom eftir hornspyrnu frá Sam Tillen en boltinn barst til Jón Gunnars eftir gríðarlega mikil klafs inn í vítateig Blika og einhvernvegin fór boltinn í netið, ekki fallegasta markið en þau telja öll jafn mikið. Fátt annað markvert gerðist í leiknum og honum lauk með þægilegum sigri Framara, 2-0. Blikar hafa aðeins náð að koma boltanum einu sinni í netið í sumar og vandræði þeirra framá við halda áfram. Almarr: Vorum ákveðnir í því að fá ekki á okkur mark„Mér líður bara mjög vel og rosalega ánægður með það að halda loksins hreinu," sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Fyrir leikinn var það markmiðið en við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur í sumar. Það er síðan ekki hægt að kvarta yfir tveimur mörkum á útivelli." „Við vorum virkilega ákveðnir í því að gera betur í kvöld, ég hef ekki alveg skýringu á því hvað gerðist í byrjun sumarsins en það var allt annað að sjá til liðsins í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Almarr hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Erum ekki að koma boltanum inn í teiginn„Fimm leikir og eitt mark er ekki nægilega gott," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Til að skora mörk þurfum við að koma boltanum inn í teig og það er það sem hefur vantað hjá okkur í sumar. Það er erfitt hlutskipti að vera framherji og fá aldrei boltann, hann þrífst þó nokkuð á þjónustu." „Við komum okkur oft á tíðum í ágætis stöðu en þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og það er okkar helsti óvinur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Kristján Hauksson: Vorum ekkert farnir að örvænta„Við vorum virkilega þéttir til baka í kvöld og þeir fengu fá færi í leiknum,“ sagði Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Hópurinn var ekkert farinn að örvænta eftir slaka byrjun á tímabilinu. Við vitum einfaldlega að liðið er mun betra í ár en á síðasta tímabili. Fram á eftir að gera góða hluti í sumar.“ „Vonandi var þessi sigur fyrsta skrefið hjá okkur til að komast á beinu brautina. Við lékum vel á köflum í kvöld en hefðum kannski mátt halda boltanum betur innan liðsins.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira