Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Magnús Halldórsson skrifar 24. maí 2012 12:00 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sendi frá sér tilkynningu í gær vegna kæru embættisins til ríkissaksóknara. Hann sagðist í viðtali við Stöð 2, vonast til þess að málið hefði lítil sem engin áhrif í þá veru að skaða rannsóknir sem væru í gangi hjá embættinu. Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. Kæra sérstaks saksóknara byggir á því að þeir hafi nýtt sér upplýsingar, meðan þeir voru starfsmenn embættisins, í vinnu fyrir þrotabú Milestone, en líkt og fram komu í fréttum Stöðvar 2 í gær, þá fengu þeir um 30 milljónir króna frá þrotabúinu fyrir ráðgjöf og skýrslugerð um gjaldþol Milestone 2007 til 2008, þ.e. nokkru fyrir fall félagsins. Gögnin hafa m.a. verið lögð fram í málum fyrir dómi sem þrotabúið hefur höfðað, þar á meðal riftunarmálum vegna gjörninga í rekstri Milestone skömmu fyrir fall félagsins. Þrátt fyrir að þeir hafi látið formlega af embætti um síðustu áramót héldu þeir áfram störfum fyrir saksóknara við yfirheyrslur sem verktakar, fram í febrúarmánuð á þessu ári, líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær. Í janúar á þessu ári leitaði þrotabú Milestone til fyrirtækisins lögreglumannanna með það fyrir augum, að svara þremur rannsóknarspurningum með skýrslu, en fréttastofa hefur hana undir höndum. Þessar spurningar voru, í fyrsta lagi með hvað hætti Milestone hefði greitt skuldir félags sem voru gjalddaga frá miðju ári 2007 og fram að falli þess eftir hrun, í öðru lagi hvort það væru vísbendingar um lögbrot í tengslum við þetta, og í þriðja lagi hvort það væru einhverjar vísbendingar um að starfsmenn, stjórnendur eða eigendur Milestone hefðu talið félagið ógjaldfært frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins. Nánar verður fjallað um málið á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. Kæra sérstaks saksóknara byggir á því að þeir hafi nýtt sér upplýsingar, meðan þeir voru starfsmenn embættisins, í vinnu fyrir þrotabú Milestone, en líkt og fram komu í fréttum Stöðvar 2 í gær, þá fengu þeir um 30 milljónir króna frá þrotabúinu fyrir ráðgjöf og skýrslugerð um gjaldþol Milestone 2007 til 2008, þ.e. nokkru fyrir fall félagsins. Gögnin hafa m.a. verið lögð fram í málum fyrir dómi sem þrotabúið hefur höfðað, þar á meðal riftunarmálum vegna gjörninga í rekstri Milestone skömmu fyrir fall félagsins. Þrátt fyrir að þeir hafi látið formlega af embætti um síðustu áramót héldu þeir áfram störfum fyrir saksóknara við yfirheyrslur sem verktakar, fram í febrúarmánuð á þessu ári, líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær. Í janúar á þessu ári leitaði þrotabú Milestone til fyrirtækisins lögreglumannanna með það fyrir augum, að svara þremur rannsóknarspurningum með skýrslu, en fréttastofa hefur hana undir höndum. Þessar spurningar voru, í fyrsta lagi með hvað hætti Milestone hefði greitt skuldir félags sem voru gjalddaga frá miðju ári 2007 og fram að falli þess eftir hrun, í öðru lagi hvort það væru vísbendingar um lögbrot í tengslum við þetta, og í þriðja lagi hvort það væru einhverjar vísbendingar um að starfsmenn, stjórnendur eða eigendur Milestone hefðu talið félagið ógjaldfært frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins. Nánar verður fjallað um málið á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira