Breytt framtíðarsýn lesblindra Guðmundur S. Johnsen skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Flestar skólabyggingar á Íslandi í dag eru með þeim hætti að fatlaðir eiga auðvelt með að komast inn og af því erum við nokkuð stolt. Aðgengismál í nýjum skólum eru þannig að verulega fatlaðir einstaklingar eiga til þess að gera auðvelt með að komast inn og út um skóladyrnar. Ekkert er sjálfsagðara í hugum okkar. En þegar inn er komið vandast málin. Þá bregður svo við að um það bil 15 til 20% nemenda lenda í vandræðum vegna fötlunar sem skólakerfið er ekki enn tilbúið að takast á við. Ef svo vill til að einstaklingur, sem bundinn er við hjólastól, býr einnig við lesblindu (dyslexíu) þá má segja að hann sé strand þegar hann er kominn inn í skólann. Hin sýnilega fötlun hefur fengið aðstoð en námsefnið er honum sama hindrunin og tröppurnar vegna þess að hann býr við fötlun sem enn hefur ekki fengið þau úrræði sem duga. Hvernig má það vera? Þó lesblinda hafi verið undangengnum kynslóðum erfið er ekkert sem segir að hún þurfi að vera það fyrir komandi kynslóðir. Með betri skilningi, betri greiningaraðferðum en þó ekki síst nýrri tækni ætti að vera auðvelt að búa til skóla án bóka. Í nútíma þjóðfélagi ætti nefnilega mismunun þegar kemur að texta að vera óþörf. Í dag finnast tæki sem duga til að yfirvinna þessa fötlun. Það höfum við hjá Félagi lesblindra bent á en félagið fagnar 10 ára afmæli sínu á næsta ári. Tíðni lesblinduEn áður en lengra er haldið er rétt að útskýra aðeins hvað við er eð eiga, hver er tíðni lesblindu? Fræðimenn nefna tölur allt frá 4% til 20% nemenda í hverjum grunnskóla. Það fer eftir því hvaða viðmið eru notuð og enn er deilt um hvað fellur undir hugtakið dyslexia. Til að sýna við hvað er að eiga má nefna að þekktar eru 70 mismunandi tegundir lesblindu. Breskar rannsóknir, sem framkvæmdar voru árin 2000 og 2001, leiddu í ljós að 4% grunnskólanemenda í Bretlandi voru með alvarlega lesblindu á meðan önnur 6% voru með vægari einkenni lesblindu. Fimm ára gömul könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Félag lesblindra sýndi að 14,6% nemenda á aldrinum 16 til 24 ára taldi sig glíma við lesblindu eða áþekka annmarka. Því má grunnskólakennari, með 20 nemendur í bekk, eiga von á því að tveir nemendur í bekknum séu lesblindir og aðrir tveir eigi við lestrarörðugleika að etja. Margir lesblindir hafa gengið í gegnum 10 ára nám í grunnskóla með þá tilfinningu að vera alveg vonlausir nemendur. Þeir hafa upplifað pirring og jafnvel niðurlægingu kennara þegar þeir standa sig ekki í náminu. Baklandið er mismunandi heima fyrir og fyrir marga nemendur verður skólavistin að hreinni og klárri kvöl og eftir á finnst þeim að menntakerfið hafi brugðist þeim. Þegar út í lífið er komið fær þjóðfélagið ekki þá þegna sem það gæti fengið og viðkomandi einstaklingar fá ekki þau tækifæri sem ella hefðu beðið þeirra. Svona þarf ekki að fara. Meðal lesblindra einstaklinga eru miklir hæfileikar og geta sem ætti að verða mikilvæg viðbót við samfélagið. Þar eru einstaklingar sem sjá hlutina öðrum augum og koma með aðrar lausnir. Önnur bresk rannsókn leiddi í ljós lesblindu meðal 40% af 300 manna úrtaki sem gert var meðal þekktra breskra athafnamanna. Í þessum hópi eru menn eins og Sir Richard Branson og sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver. Einnig má geta þess að sjálfur Winston Churchill bjó við mikla lestrarerfiðleika sem líklega má rekja til lesblindu. Hugsanlega hefði mátt skrifa handritið að Ræðu Konungs (The King‘s Speech) með öðrum hætti sé þetta haft í huga. Sem betur fer ná margir einstaklingar að uppvinna fötlun sína og sigrast á lífsins erfiðleikum. Að brjóta venjurnarVið hjá Félagi lesblindra reynum að líta svo á að lesblinda sé ekki sjúkdómur þó vissulega sé hún erfið fötlun. Þó hún sé í flestum tilvikum ólæknanleg eru margar leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Með þekkingu á lesblindu, árangursríkum náms- og kennsluaðferðum og jákvæðum viðhorfum geta lesblindir náð tökum á tækni og aðferðum sem stuðla að árangri í námi og starfi. Nú í upphafi 21. aldarinnar hefur því skólakerfið allar forsendur til að standa við bakið á þessum nemendum sem í gegnum tíðina hafa ekki fengið þá aðstoð sem þeir eiga rétt á. Það er nauðsynlegt að tryggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Flestar skólabyggingar á Íslandi í dag eru með þeim hætti að fatlaðir eiga auðvelt með að komast inn og af því erum við nokkuð stolt. Aðgengismál í nýjum skólum eru þannig að verulega fatlaðir einstaklingar eiga til þess að gera auðvelt með að komast inn og út um skóladyrnar. Ekkert er sjálfsagðara í hugum okkar. En þegar inn er komið vandast málin. Þá bregður svo við að um það bil 15 til 20% nemenda lenda í vandræðum vegna fötlunar sem skólakerfið er ekki enn tilbúið að takast á við. Ef svo vill til að einstaklingur, sem bundinn er við hjólastól, býr einnig við lesblindu (dyslexíu) þá má segja að hann sé strand þegar hann er kominn inn í skólann. Hin sýnilega fötlun hefur fengið aðstoð en námsefnið er honum sama hindrunin og tröppurnar vegna þess að hann býr við fötlun sem enn hefur ekki fengið þau úrræði sem duga. Hvernig má það vera? Þó lesblinda hafi verið undangengnum kynslóðum erfið er ekkert sem segir að hún þurfi að vera það fyrir komandi kynslóðir. Með betri skilningi, betri greiningaraðferðum en þó ekki síst nýrri tækni ætti að vera auðvelt að búa til skóla án bóka. Í nútíma þjóðfélagi ætti nefnilega mismunun þegar kemur að texta að vera óþörf. Í dag finnast tæki sem duga til að yfirvinna þessa fötlun. Það höfum við hjá Félagi lesblindra bent á en félagið fagnar 10 ára afmæli sínu á næsta ári. Tíðni lesblinduEn áður en lengra er haldið er rétt að útskýra aðeins hvað við er eð eiga, hver er tíðni lesblindu? Fræðimenn nefna tölur allt frá 4% til 20% nemenda í hverjum grunnskóla. Það fer eftir því hvaða viðmið eru notuð og enn er deilt um hvað fellur undir hugtakið dyslexia. Til að sýna við hvað er að eiga má nefna að þekktar eru 70 mismunandi tegundir lesblindu. Breskar rannsóknir, sem framkvæmdar voru árin 2000 og 2001, leiddu í ljós að 4% grunnskólanemenda í Bretlandi voru með alvarlega lesblindu á meðan önnur 6% voru með vægari einkenni lesblindu. Fimm ára gömul könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Félag lesblindra sýndi að 14,6% nemenda á aldrinum 16 til 24 ára taldi sig glíma við lesblindu eða áþekka annmarka. Því má grunnskólakennari, með 20 nemendur í bekk, eiga von á því að tveir nemendur í bekknum séu lesblindir og aðrir tveir eigi við lestrarörðugleika að etja. Margir lesblindir hafa gengið í gegnum 10 ára nám í grunnskóla með þá tilfinningu að vera alveg vonlausir nemendur. Þeir hafa upplifað pirring og jafnvel niðurlægingu kennara þegar þeir standa sig ekki í náminu. Baklandið er mismunandi heima fyrir og fyrir marga nemendur verður skólavistin að hreinni og klárri kvöl og eftir á finnst þeim að menntakerfið hafi brugðist þeim. Þegar út í lífið er komið fær þjóðfélagið ekki þá þegna sem það gæti fengið og viðkomandi einstaklingar fá ekki þau tækifæri sem ella hefðu beðið þeirra. Svona þarf ekki að fara. Meðal lesblindra einstaklinga eru miklir hæfileikar og geta sem ætti að verða mikilvæg viðbót við samfélagið. Þar eru einstaklingar sem sjá hlutina öðrum augum og koma með aðrar lausnir. Önnur bresk rannsókn leiddi í ljós lesblindu meðal 40% af 300 manna úrtaki sem gert var meðal þekktra breskra athafnamanna. Í þessum hópi eru menn eins og Sir Richard Branson og sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver. Einnig má geta þess að sjálfur Winston Churchill bjó við mikla lestrarerfiðleika sem líklega má rekja til lesblindu. Hugsanlega hefði mátt skrifa handritið að Ræðu Konungs (The King‘s Speech) með öðrum hætti sé þetta haft í huga. Sem betur fer ná margir einstaklingar að uppvinna fötlun sína og sigrast á lífsins erfiðleikum. Að brjóta venjurnarVið hjá Félagi lesblindra reynum að líta svo á að lesblinda sé ekki sjúkdómur þó vissulega sé hún erfið fötlun. Þó hún sé í flestum tilvikum ólæknanleg eru margar leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Með þekkingu á lesblindu, árangursríkum náms- og kennsluaðferðum og jákvæðum viðhorfum geta lesblindir náð tökum á tækni og aðferðum sem stuðla að árangri í námi og starfi. Nú í upphafi 21. aldarinnar hefur því skólakerfið allar forsendur til að standa við bakið á þessum nemendum sem í gegnum tíðina hafa ekki fengið þá aðstoð sem þeir eiga rétt á. Það er nauðsynlegt að tryggja.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun