Úrslitin úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta, sem fram fór þann 23. janúar síðastliðinn, munu standa en það er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. Njarðvík verður því í undanúrslitum keppninnar ásamt Haukum, Snæfelli og Stjörnunni. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.
Keflavíkurkonur töpuðu leiknum í framlengingu en kærðu framkvæmd leiksins. Bikarkeppni kvenna hefur verið í uppnámi síðan enda hefur ekki verið hægt að setja á undanúrslitaleikina og þar af leiðandi er ekki öruggt að bikarúrslitaleikurinn geti farið fram á réttum tíma.
Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar þýðir að nú er hægt að fara í það setja á undanúrslitaleikina en þar mæta Haukar-Njarðvík annarsvegar og Snæfell-Stjarnan hinsvegar. Úrslitaleikurinn á síðan að fara fram í Laugardalshöllinni 18. febrúar næstkomandi.
Úrskurðarorð eru eftirfarandi:
„Kröfu kærða um frávísun á grundvelli þess að krafa hafi ekki uppfyllt ákvæði 7. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál og lágmarkskröfur um skýrleika kröfugerða á grundvelli laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, er hafnað.
Kröfu kæranda um að leikur kæranda og kærða í Powerade-bikar mfl. kvenna, sem leikinn var í íþróttamiðstöð Njarðvíkur mánudaginn 23. janúar 2012, verði leikinn að nýju er hafnað.
Fallist er á kröfu kærða um sýknu á grundvelli þess að leiðrétt mistök af hálfu dómara leiksins hafi fullnægt skilyrðum 44. gr. leikreglna í körfuknattleik.
Kröfu kærða um ómaksþóknun er hafnað."
Kæru Keflvíkinga hafnað | Úrslitin standa í leik Njarðvíkur og Keflavíkur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn