Lendandi á Hólmsheiði í 96-98% tilvika – 95% er nóg Gunnar H. Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Háskólinn í Reykjavík (HR) og talsmenn flugvallar í Vatnsmýri (flugvallarsinnar) stóðu fyrir Málþingi um flugmál þann 19. janúar sl. Umfjöllunarefni málþingsins var og er eitt af erfiðari og afdrifaríkari deilumálum íslensks samfélags á síðari tímum. Einhliða val HR á framsögumönnum úr röðum eindreginna flugvallarsinna varpar skugga á hlutlæga nálgun, vísindaleg efnistök og akademíska þekkingarleit, sem samkvæmt eðli málsins ættu að vera meginmarkmið HR líkt og annarra háskóla. Á undangengnum árum og áratugum hafa flugvallarsinnar beitt illa fengnu pólitísku valdi (vegna misvægis atkvæða) jafnt á Alþingi sem í ríkisstjórn, sveitarstjórnum og í fjölmiðlum. Yfirlýsingar þeirra og greinaskrif einkennast af slagorðum og tilfinningatengdum rökleysum. Á málþingi HR þann 19. janúar sl. keyrði um þverbak. Í framsöguerindum þriggja forkólfa flugmála, þeirra Péturs K. Maack flugmálastjóra, Þorgeirs Pálssonar prófessors, fyrrverandi forstjóra Flugstoða ohf., og Þórólfs Árnasonar, stjórnarformanns ISAVIA, er því haldið fram að Hólmsheiði komi ekki til greina fyrir innanlandsflugvöll vegna veðurfarsaðstæðna og því standi valið um miðstöð innanlandsflugs á milli Vatnsmýrar og Miðnesheiðar. Af framsöguerindi Haralds Sigþórssonar, lektors við HR, sem vinnur nú að greinargerð fyrir ISAVIA um framtíð innanlandsflugs, er ljóst að í því ritverki verður ekki reiknað með flugvallarvalkosti á Hólmsheiði. Þannig reyndu flugvallarsinnarnir með rangfærslum að skerpa átakalínurnar á milli landsbyggðar og höfuðborgar með því að tala niður þann flugvallarvalkost, sem sýndi mesta þjóðhagslega arðsemi í úttekt ráðgjafafyrirtækisins ParX, sem unnin var fyrir samgönguráðherra 2007. Flugvallarsinnar hafa áratugum sama látið eins og Vatnsmýri sé eini nothæfi staðurinn fyrir flugvöll, allir aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu væru of hátt yfir sjávarmáli, of langt frá sjó, of nálægt fjöllum o.s.frv. Í janúar 2006 var hafin athugun á veðurfari á Hólmsheiði, sem skipt var milli Veðurstofunnar og Flugstoða ohf. (f.h. samgönguyfirvalda ríkisins), sem skyldi annast athugun á skýjahæð, skyggni og ókyrrð í lofti. Í desember 2009 kom út áfangaskýrsla um veðurathuganir á Hólmsheiði (Veðurstofa Íslands, Guðrún Nína Petersen). Dr. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, m.a. á mbl.is, að fyrirliggjandi veðurrannsóknir sýni að nýtingarhlutfall þar sé 96-98% og frekari rannsóknir á ókyrrð í lofti muni ekki lækka nýtingarprósentuna undir 96% (flugrekendur telja að 95% nægi). Af framansögðu er því nú þegar ljóst að Hólmsheiði hentar afar vel fyrir flugvöll. Í byrjun árs 2012 er athugunum á ókyrrð í lofti yfir Hólmsheiði ólokið og ekki vitað hvort þær séu hafnar. Þeim átti að vera lokið skv. sameiginlegri bókun samgönguráðherra og borgarstjóra frá febrúar 2005. Vanefndir þessara athugana eru á ábyrgð ISAVIA (arftaka FLUGSTOÐA ohf.) og ráðherra samgöngumála, Ögmundar Jónassonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík (HR) og talsmenn flugvallar í Vatnsmýri (flugvallarsinnar) stóðu fyrir Málþingi um flugmál þann 19. janúar sl. Umfjöllunarefni málþingsins var og er eitt af erfiðari og afdrifaríkari deilumálum íslensks samfélags á síðari tímum. Einhliða val HR á framsögumönnum úr röðum eindreginna flugvallarsinna varpar skugga á hlutlæga nálgun, vísindaleg efnistök og akademíska þekkingarleit, sem samkvæmt eðli málsins ættu að vera meginmarkmið HR líkt og annarra háskóla. Á undangengnum árum og áratugum hafa flugvallarsinnar beitt illa fengnu pólitísku valdi (vegna misvægis atkvæða) jafnt á Alþingi sem í ríkisstjórn, sveitarstjórnum og í fjölmiðlum. Yfirlýsingar þeirra og greinaskrif einkennast af slagorðum og tilfinningatengdum rökleysum. Á málþingi HR þann 19. janúar sl. keyrði um þverbak. Í framsöguerindum þriggja forkólfa flugmála, þeirra Péturs K. Maack flugmálastjóra, Þorgeirs Pálssonar prófessors, fyrrverandi forstjóra Flugstoða ohf., og Þórólfs Árnasonar, stjórnarformanns ISAVIA, er því haldið fram að Hólmsheiði komi ekki til greina fyrir innanlandsflugvöll vegna veðurfarsaðstæðna og því standi valið um miðstöð innanlandsflugs á milli Vatnsmýrar og Miðnesheiðar. Af framsöguerindi Haralds Sigþórssonar, lektors við HR, sem vinnur nú að greinargerð fyrir ISAVIA um framtíð innanlandsflugs, er ljóst að í því ritverki verður ekki reiknað með flugvallarvalkosti á Hólmsheiði. Þannig reyndu flugvallarsinnarnir með rangfærslum að skerpa átakalínurnar á milli landsbyggðar og höfuðborgar með því að tala niður þann flugvallarvalkost, sem sýndi mesta þjóðhagslega arðsemi í úttekt ráðgjafafyrirtækisins ParX, sem unnin var fyrir samgönguráðherra 2007. Flugvallarsinnar hafa áratugum sama látið eins og Vatnsmýri sé eini nothæfi staðurinn fyrir flugvöll, allir aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu væru of hátt yfir sjávarmáli, of langt frá sjó, of nálægt fjöllum o.s.frv. Í janúar 2006 var hafin athugun á veðurfari á Hólmsheiði, sem skipt var milli Veðurstofunnar og Flugstoða ohf. (f.h. samgönguyfirvalda ríkisins), sem skyldi annast athugun á skýjahæð, skyggni og ókyrrð í lofti. Í desember 2009 kom út áfangaskýrsla um veðurathuganir á Hólmsheiði (Veðurstofa Íslands, Guðrún Nína Petersen). Dr. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, m.a. á mbl.is, að fyrirliggjandi veðurrannsóknir sýni að nýtingarhlutfall þar sé 96-98% og frekari rannsóknir á ókyrrð í lofti muni ekki lækka nýtingarprósentuna undir 96% (flugrekendur telja að 95% nægi). Af framansögðu er því nú þegar ljóst að Hólmsheiði hentar afar vel fyrir flugvöll. Í byrjun árs 2012 er athugunum á ókyrrð í lofti yfir Hólmsheiði ólokið og ekki vitað hvort þær séu hafnar. Þeim átti að vera lokið skv. sameiginlegri bókun samgönguráðherra og borgarstjóra frá febrúar 2005. Vanefndir þessara athugana eru á ábyrgð ISAVIA (arftaka FLUGSTOÐA ohf.) og ráðherra samgöngumála, Ögmundar Jónassonar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar