Innlent

Vítisenglar áfram í varðhaldi

Einar "Boom" Marteinsson á leið fyrir dómara í dag.
Einar "Boom" Marteinsson á leið fyrir dómara í dag. Mynd/Baldur
Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir fjórum einstaklingum sem grunaðir eru um alvarlega líkamsárás í Hafnarfirði 22. desember síðastliðinn. Þá var ráðist á konu í Vallahverfi og gengið í skrokk á henni. Hún var flutt alvarlega slösuð á slysadeild en hún mun hafa verið meðvitundarlaus þegar að henni var komið.

Á meðal þeirra sem eru í varðhaldi er Einar Marteinsson, formaður Vítisengla á Íslandi en allir hinna grunuðu eru taldir tengjast samtökunum með einhverjum hætti. Þeir munu sæta gæsluvarðhalds til fjórtánda mars í það minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×