Asískir kvenkylfingar vinna öll stórmótin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. september 2012 12:30 Jiyai Shin með bikarinn. Mynd/Nordic Photos/Getty Jiyai Shin frá Suður-Kóreu sigraði með yfirburðum á opna breska meistaramótinu í golfi í kvennaflokki en mótinu lauk í gær. Shin lék lokahringinn á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, á Royal Liverpool vellinum við erfiðar aðstæður og sigraði hún með 9 högga mun. Inbee Park frá Suður-Kóreu varð önnur og Paula Creamer frá Bandaríkjunum varð þriðja. Kylfingar frá Asíu hafa verið sigursælir á stórmótum í kvennaflokki í golfi á undanförnum mánuðum og í fyrsta sinn í sögunni hafa kylfingar frá Asíu titla að verja á öllum fjórum stórmótunum. Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu sigraði á Kraft Nabisco meistaramótinu, Shanshan Feng frá Kína sigraði á LPGA meistaramótinu. Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu lék best allra á opna bandaríska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Sigur Shin er sá stærsti á opna breska meistaramótinu frá árinu 2001 þegar mótið varð aftur hluti af risamótaröðinni í kvennaflokki. Þetta er í annað sinn sem hún fagnar þessum titli en hún sigraði árið 2008 þegar mótið fór fram á Sunningdale vellinum. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jiyai Shin frá Suður-Kóreu sigraði með yfirburðum á opna breska meistaramótinu í golfi í kvennaflokki en mótinu lauk í gær. Shin lék lokahringinn á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, á Royal Liverpool vellinum við erfiðar aðstæður og sigraði hún með 9 högga mun. Inbee Park frá Suður-Kóreu varð önnur og Paula Creamer frá Bandaríkjunum varð þriðja. Kylfingar frá Asíu hafa verið sigursælir á stórmótum í kvennaflokki í golfi á undanförnum mánuðum og í fyrsta sinn í sögunni hafa kylfingar frá Asíu titla að verja á öllum fjórum stórmótunum. Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu sigraði á Kraft Nabisco meistaramótinu, Shanshan Feng frá Kína sigraði á LPGA meistaramótinu. Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu lék best allra á opna bandaríska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Sigur Shin er sá stærsti á opna breska meistaramótinu frá árinu 2001 þegar mótið varð aftur hluti af risamótaröðinni í kvennaflokki. Þetta er í annað sinn sem hún fagnar þessum titli en hún sigraði árið 2008 þegar mótið fór fram á Sunningdale vellinum.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira