Risavaxinn sveppur fannst í Borgarfirði 11. ágúst 2012 03:15 Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár og hefur aldrei séð annað eins ferlíki og þennan kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum.Fréttablaðið/GVA „Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir gætu orðið svona stórir, þó hef ég séð þá marga mjög stóra.“ Hann ætlar sér þó ekki að leggja sér sveppinn til munns, þar sem líklegt verði að teljast að flugulirfur og önnur skordýr séu búin að gera sig heimakomin í honum sökum stærðar og aldurs. Raimundas fann kóngssveppinn í einni af sínum árlegu sveppatínsluferðum. Ferlíkið vegur 2,6 kíló, svipað og meðalstórt lambalæri, er 33 sentimetrar í þvermál, sem er örlítið stærra en þvermál Fréttablaðsins, og 30 sentimetrar á hæð, eins og lengdin frá byrjun þessarar fréttar og niður blaðsíðuna. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar, segir þessa tilteknu tegund geta orðið mjög stóra. Önnur tegund, jötungíman, getur þó orðið mun stærri, en hún er af öðrum toga og myndar ekki staf og svepp, heldur eina stóra kúlu. „Allra stærstu sveppir í heimi geta orðið yfir tvö þúsund ára gamlir og náð yfir nokkra hektara. En þeir vaxa ofan í jörðinni og sjálft aldinið verður aldrei svo stórt,“ segir Guðríður. Kóngssveppur myndar svepprót með mörgum gerðum af trjárótum, er mjög fjölhæfur í því, að sögn Guðríðar. „Það er einmitt oft mikið af kóngssvepp í Borgarfirði þar sem þessi fannst,“ segir hún. Eitt af einkennum tegundarinnar er eins konar möskvamunstur efst á stofninum. Annars getur kúalubbinn verið svipaður kóngssveppnum, en hann er mun minni. Guðríður segir þetta sennilega vera einn af stærstu sveppum sem fundist hafa á landinu. sunna@frettabladid.is Tengdar fréttir Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir gætu orðið svona stórir, þó hef ég séð þá marga mjög stóra.“ Hann ætlar sér þó ekki að leggja sér sveppinn til munns, þar sem líklegt verði að teljast að flugulirfur og önnur skordýr séu búin að gera sig heimakomin í honum sökum stærðar og aldurs. Raimundas fann kóngssveppinn í einni af sínum árlegu sveppatínsluferðum. Ferlíkið vegur 2,6 kíló, svipað og meðalstórt lambalæri, er 33 sentimetrar í þvermál, sem er örlítið stærra en þvermál Fréttablaðsins, og 30 sentimetrar á hæð, eins og lengdin frá byrjun þessarar fréttar og niður blaðsíðuna. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar, segir þessa tilteknu tegund geta orðið mjög stóra. Önnur tegund, jötungíman, getur þó orðið mun stærri, en hún er af öðrum toga og myndar ekki staf og svepp, heldur eina stóra kúlu. „Allra stærstu sveppir í heimi geta orðið yfir tvö þúsund ára gamlir og náð yfir nokkra hektara. En þeir vaxa ofan í jörðinni og sjálft aldinið verður aldrei svo stórt,“ segir Guðríður. Kóngssveppur myndar svepprót með mörgum gerðum af trjárótum, er mjög fjölhæfur í því, að sögn Guðríðar. „Það er einmitt oft mikið af kóngssvepp í Borgarfirði þar sem þessi fannst,“ segir hún. Eitt af einkennum tegundarinnar er eins konar möskvamunstur efst á stofninum. Annars getur kúalubbinn verið svipaður kóngssveppnum, en hann er mun minni. Guðríður segir þetta sennilega vera einn af stærstu sveppum sem fundist hafa á landinu. sunna@frettabladid.is
Tengdar fréttir Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45