Sport

Hrafnhildur komst ekki í úrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í fjórtánda sæti í undanúrslitum í 100 m bringusundi á EM í Debrecen. Hún náði ekki að bæta Íslandsmetið sem hún setti í undanrásunum í morgun.

Hún synti á 1:10,06 mínútum sem er 0,4 sekúndum frá Íslandsmetinu hennar. Hún hefði þurft að synda rúmri sekúndu betur til að komast inn í úrslitasundið.

Árangurinn engu að síður glæsilegur og gefur góð fyrirheit fyrir þátttöku hennar í 200 m bringusundinu á fimmtudaginn.

Hér fyrir ofan má sjá viðtal sem var tekið við Hrafnhildi fyrir undanúrslitasundið sem Hjörleifur Jónssón tók fyrir Sundsamband Íslands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×