Höfum almennt verið heppin 22. maí 2012 22:00 Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, kallar eftir því að stjórnmálaflokkar móti stefnu í málefnum innflytjenda. Þá skorti á umræðu um málefnið. fréttablaðið/stefán Íslensk umræða um útlendinga er frumstæð og stjórnmálaflokkar þurfa að marka sér stefnu í málaflokknum. Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddi við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um hælisleitendur, fjársvelti og umræðuna. „Mér finnst við svolítið frumstæð þegar kemur að þessum málaflokki og mér finnst umræðan að jafnaði vera mjög sleggjudómakennd. Það er ýmist of eða van," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, um umræðuna um málefni hælisleitenda hér á landi, sem reglulega skýtur upp kollinum. „Það hefur aldrei farið fram nein raunveruleg umræða um hælisleitendur og hvernig á að taka á móti þeim. Ekki heldur um hvernig við eigum að haga okkur gagnvart erlendum ríkisborgurum almennt. Það er engin upplýst umræða. Það koma upp einstaka mál og fólk verður voðalega æst. Svo er það bara búið og ekkert meira rætt um það. Það vantar til dæmis í stefnu stjórnmálaflokka hver þeirra afstaða er. Hver er afstaða Íslendinga og útlendinga sem hér búa? Það hafa engar kannanir verið gerðar og enginn spurt fólkið hvað það vill." Kristín bendir á að kosningar fara fram á næsta ári. „Þannig að það hafa allir flokkar möguleika á því að koma með sína stefnu, bæði fyrir þá sem fyrir eru og þá sem ekki eru komnir hingað, þannig að fólk viti að hverju það gengur." Bæði Kristín og forverar hennar í starfi hafa kallað eftir stefnu stjórnvalda. „Nú er innanríkisráðuneytið að vinna að stefnu og hún er loksins að koma, en ég myndi líka vilja vita hver afstaða fólksins verður til þeirrar stefnu þegar þar að kemur." Erfitt fyrir starfsfólkiðÚtlendingastofnun er fyrst og fremst þjónustustofnun að sögn Kristínar, sem þjónustar erlenda ríkisborgara, hvort sem er með dvalarleyfi, áritanir eða annað. „En við erum líka útvörður íslensks velferðarkerfis. Ef við tökum þá geðþóttaákvörðun að ætla að veita öllum hæli eða dvalarleyfi án lagaheimildar þá fyllum við velferðarkerfið af fólki sem við getum í rauninni ekki boðið upp á mannsæmandi líf. Þannig að mér finnst stundum lítið lagt í Útlendingastofnun í ljósi þess hvað hún á að gegna mikilvægu hlutverki." Aðspurð segir hún vinnuna oft mjög erfiða fyrir starfsfólkið. „Fólk hefur fengið áfallahjálp og við höfum fengið sálfræðinga til að ræða við starfsfólk um hvernig eigi að taka á erfiðum viðskiptavinum. Þetta er venjulegt fólk sem vill gera sitt besta og vill hjálpa fólki. Svo höfum við lagaramma og við getum ekki farið út fyrir hann, það er bara ekki okkar hlutverk. Ég þyrfti að reka starfsmann ef hann færi út fyrir hlutverk sitt." Af þessum sökum segir hún oft erfitt þegar einstaklingar fari með mál í fjölmiðla og geri einstökum starfsmönnum lífið leitt. Komið hafi fyrir að starfsmenn hafi verið eltir og að viðskiptavinir hafi staðið fyrir utan heimili þeirra lengi. „Þetta á ekki að geta gerst, við erum þjónustustofnun og ef þú ert ósáttur við þjónustuna þá kærir þú þá ákvörðun. Þú ferð ekki í persónulegar árásir." Reyna að finna jafnvægiÓvenjulega stór hópur hælisleitenda bíður nú afgreiðslu mála sinna, eða 89 manns. Á sama tíma er stofnunin að afgreiða 3.500 dvalarleyfi að sögn Kristínar, en sá málaflokkur er umfangsmestur. „Við erum að reyna að finna eitthvert jafnvægi þarna á milli sem gerir það að verkum að allir tapa. Ef allt er í lagi og öll gögn koma inn þá afgreiðum við dvalarleyfi mjög hratt og örugglega. En um leið og eitthvað er í ólagi lendir fólk í kvörninni og þarf að bíða mjög lengi eftir afgreiðslu. Þetta er það eina sem við getum boðið upp á af því að við erum fjársvelt," segir Kristín. Hún segir ljóst að stækka þurfi stofnunina. Innanríkisráðherra hefur lagt til við ríkisstjórnina að Útlendingastofnun fái 7,7 milljóna aukafjárveitingu til þess að takast á við þennan fjölda hælisleitenda. Með þessu aukafjármagni verður hægt að ráða tvo lögfræðinga út þetta ár. Sú upphæð miðast við að hælisleitendum fjölgi ekki á þessu ári. Ef hælisleitendum fjölgar hins vegar, eins og Kristín telur að gæti gerst, þá dugir fjárveitingin skammt. Engin viðbragðsáætlunHælisleitendum sem hingað koma fjölgar ár frá ári og fyrstu fjóra mánuði ársins komu hingað 27 og óskuðu eftir hæli. Það er 80 prósent aukning frá sama tímabili í fyrra, þegar 15 óskuðu eftir hæli. Í nágrannalöndum okkar hefur komið fyrir að fjölda hælisleitenda fjölgar gríðarlega á stuttum tíma. „Við gætum líka fengið svona sprengju og við erum engan veginn í stakk búin fyrir það. Þá þyrfti að virkja almannavarnakerfið, opna skóla og fleira slíkt. Það er ekki til nein viðbragðsáætlun um hvað gerist ef það koma hingað hundrað manns í einu og sækja um hæli. Það verður að vera til húsnæði og fólk sem getur sinnt þessu." Reykjanesbær sinnir hælisleitendum nú og Kristín segir að þar sé vel að verki staðið, en bærinn hafi ekki burði til að taka við mikið fleiri hælisleitendum en nú er. Vanefnin kosta of mikiðBreytingar hafa orðið á því hverjir leita hér hælis. Í upphafi voru það nánast eingöngu karlar sem hingað komu en nú koma konur, fjölskyldur og vandalaus börn. „Mansalsmál eru að verða áberandi. Þau eru flókin og krefjandi og krefjast meira af starfsfólki hér. Sama má segja um vandalaus börn. Þetta kallar allt á öðruvísi málsmeðferð og flóknari, og þá þarf starfsfólkið líka að vera vant og búið að læra. Við höfum ekki aðgang að námskeiðum eða skóla, það kostar. Vanefnin eru þegar farin að kosta okkur of mikið." Kristín segir að það ríki skilningur á því að ekki verði við svo lengur búið og að hægt sé að spara með því að leggja peninga í stofnunina. „Við eigum að geta gert svo vel hérna á Íslandi af því að þetta er svo lítill fjöldi." Kristín bendir á að miklar breytingar hafi orðið á síðastliðnum 15 áum. Nú fái 55 til 60 prósent hælisleitenda, sem teknir séu í efnismeðferð, hæli. „Við þurfum ekki að fara nema tíu ár aftur í tímann og þá var þessi tala 5 til 10 prósent. Það hafa orðið miklar breytingar með lagabreytingum, viðhorfsbreytingum og öðruvísi málsmeðferð." Höfum almennt verið heppinMálefni hælisleitenda komust síðast í hámæli í byrjun maí þegar tveir ungir menn voru dæmdir fyrir að hafa komið hingað með fölsuð skilríki. Þeir hafa báðir sótt um hæli hér. Umræður hafa meðal annars spunnist um það hvort rétt sé að fangelsa hælisleitendur, en það er ekki gert annars staðar í Evrópu. „Í Evrópu er til úrræði sem er ekki til staðar hér. Það heitir lokuð vistun, eða detention á ensku, og er ekki ósvipað gæsluvarðhaldi. Þetta er húsnæði sem er byggt eins og fangelsi og þar eru verðir og fólk getur lent í einangrun, það bara heitir ekki fangelsi," segir Kristín og bætir því við að vegna þess að úrræði af þessu tagi skorti hér á landi hafi verið ákveðið að notast við gæsluvarðhald. „Það verður að vera úrræði af þessu tagi til staðar því þú getur alltaf verið með einstakling í höndunum sem er hættulegur umhverfinu. Í nágrannaríkjunum eru margir í svona lokaðri vistun. Ef fólk gerir ekki grein fyrir sér og ríki vita ekki deili á því þá er það sett í svona vistun." Þessa heimild segir Kristín að vanti hér á landi, og oftar en ekki gangi einstaklingar sem ekki er vitað hverjir eru lausir. „Við höfum almennt verið mjög heppin með það fólk sem hingað hefur komið, en við vitum aldrei hvenær við fáum hættulega einstaklinga og til þess er þetta kerfi, til að sigta út." Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Íslensk umræða um útlendinga er frumstæð og stjórnmálaflokkar þurfa að marka sér stefnu í málaflokknum. Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddi við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um hælisleitendur, fjársvelti og umræðuna. „Mér finnst við svolítið frumstæð þegar kemur að þessum málaflokki og mér finnst umræðan að jafnaði vera mjög sleggjudómakennd. Það er ýmist of eða van," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, um umræðuna um málefni hælisleitenda hér á landi, sem reglulega skýtur upp kollinum. „Það hefur aldrei farið fram nein raunveruleg umræða um hælisleitendur og hvernig á að taka á móti þeim. Ekki heldur um hvernig við eigum að haga okkur gagnvart erlendum ríkisborgurum almennt. Það er engin upplýst umræða. Það koma upp einstaka mál og fólk verður voðalega æst. Svo er það bara búið og ekkert meira rætt um það. Það vantar til dæmis í stefnu stjórnmálaflokka hver þeirra afstaða er. Hver er afstaða Íslendinga og útlendinga sem hér búa? Það hafa engar kannanir verið gerðar og enginn spurt fólkið hvað það vill." Kristín bendir á að kosningar fara fram á næsta ári. „Þannig að það hafa allir flokkar möguleika á því að koma með sína stefnu, bæði fyrir þá sem fyrir eru og þá sem ekki eru komnir hingað, þannig að fólk viti að hverju það gengur." Bæði Kristín og forverar hennar í starfi hafa kallað eftir stefnu stjórnvalda. „Nú er innanríkisráðuneytið að vinna að stefnu og hún er loksins að koma, en ég myndi líka vilja vita hver afstaða fólksins verður til þeirrar stefnu þegar þar að kemur." Erfitt fyrir starfsfólkiðÚtlendingastofnun er fyrst og fremst þjónustustofnun að sögn Kristínar, sem þjónustar erlenda ríkisborgara, hvort sem er með dvalarleyfi, áritanir eða annað. „En við erum líka útvörður íslensks velferðarkerfis. Ef við tökum þá geðþóttaákvörðun að ætla að veita öllum hæli eða dvalarleyfi án lagaheimildar þá fyllum við velferðarkerfið af fólki sem við getum í rauninni ekki boðið upp á mannsæmandi líf. Þannig að mér finnst stundum lítið lagt í Útlendingastofnun í ljósi þess hvað hún á að gegna mikilvægu hlutverki." Aðspurð segir hún vinnuna oft mjög erfiða fyrir starfsfólkið. „Fólk hefur fengið áfallahjálp og við höfum fengið sálfræðinga til að ræða við starfsfólk um hvernig eigi að taka á erfiðum viðskiptavinum. Þetta er venjulegt fólk sem vill gera sitt besta og vill hjálpa fólki. Svo höfum við lagaramma og við getum ekki farið út fyrir hann, það er bara ekki okkar hlutverk. Ég þyrfti að reka starfsmann ef hann færi út fyrir hlutverk sitt." Af þessum sökum segir hún oft erfitt þegar einstaklingar fari með mál í fjölmiðla og geri einstökum starfsmönnum lífið leitt. Komið hafi fyrir að starfsmenn hafi verið eltir og að viðskiptavinir hafi staðið fyrir utan heimili þeirra lengi. „Þetta á ekki að geta gerst, við erum þjónustustofnun og ef þú ert ósáttur við þjónustuna þá kærir þú þá ákvörðun. Þú ferð ekki í persónulegar árásir." Reyna að finna jafnvægiÓvenjulega stór hópur hælisleitenda bíður nú afgreiðslu mála sinna, eða 89 manns. Á sama tíma er stofnunin að afgreiða 3.500 dvalarleyfi að sögn Kristínar, en sá málaflokkur er umfangsmestur. „Við erum að reyna að finna eitthvert jafnvægi þarna á milli sem gerir það að verkum að allir tapa. Ef allt er í lagi og öll gögn koma inn þá afgreiðum við dvalarleyfi mjög hratt og örugglega. En um leið og eitthvað er í ólagi lendir fólk í kvörninni og þarf að bíða mjög lengi eftir afgreiðslu. Þetta er það eina sem við getum boðið upp á af því að við erum fjársvelt," segir Kristín. Hún segir ljóst að stækka þurfi stofnunina. Innanríkisráðherra hefur lagt til við ríkisstjórnina að Útlendingastofnun fái 7,7 milljóna aukafjárveitingu til þess að takast á við þennan fjölda hælisleitenda. Með þessu aukafjármagni verður hægt að ráða tvo lögfræðinga út þetta ár. Sú upphæð miðast við að hælisleitendum fjölgi ekki á þessu ári. Ef hælisleitendum fjölgar hins vegar, eins og Kristín telur að gæti gerst, þá dugir fjárveitingin skammt. Engin viðbragðsáætlunHælisleitendum sem hingað koma fjölgar ár frá ári og fyrstu fjóra mánuði ársins komu hingað 27 og óskuðu eftir hæli. Það er 80 prósent aukning frá sama tímabili í fyrra, þegar 15 óskuðu eftir hæli. Í nágrannalöndum okkar hefur komið fyrir að fjölda hælisleitenda fjölgar gríðarlega á stuttum tíma. „Við gætum líka fengið svona sprengju og við erum engan veginn í stakk búin fyrir það. Þá þyrfti að virkja almannavarnakerfið, opna skóla og fleira slíkt. Það er ekki til nein viðbragðsáætlun um hvað gerist ef það koma hingað hundrað manns í einu og sækja um hæli. Það verður að vera til húsnæði og fólk sem getur sinnt þessu." Reykjanesbær sinnir hælisleitendum nú og Kristín segir að þar sé vel að verki staðið, en bærinn hafi ekki burði til að taka við mikið fleiri hælisleitendum en nú er. Vanefnin kosta of mikiðBreytingar hafa orðið á því hverjir leita hér hælis. Í upphafi voru það nánast eingöngu karlar sem hingað komu en nú koma konur, fjölskyldur og vandalaus börn. „Mansalsmál eru að verða áberandi. Þau eru flókin og krefjandi og krefjast meira af starfsfólki hér. Sama má segja um vandalaus börn. Þetta kallar allt á öðruvísi málsmeðferð og flóknari, og þá þarf starfsfólkið líka að vera vant og búið að læra. Við höfum ekki aðgang að námskeiðum eða skóla, það kostar. Vanefnin eru þegar farin að kosta okkur of mikið." Kristín segir að það ríki skilningur á því að ekki verði við svo lengur búið og að hægt sé að spara með því að leggja peninga í stofnunina. „Við eigum að geta gert svo vel hérna á Íslandi af því að þetta er svo lítill fjöldi." Kristín bendir á að miklar breytingar hafi orðið á síðastliðnum 15 áum. Nú fái 55 til 60 prósent hælisleitenda, sem teknir séu í efnismeðferð, hæli. „Við þurfum ekki að fara nema tíu ár aftur í tímann og þá var þessi tala 5 til 10 prósent. Það hafa orðið miklar breytingar með lagabreytingum, viðhorfsbreytingum og öðruvísi málsmeðferð." Höfum almennt verið heppinMálefni hælisleitenda komust síðast í hámæli í byrjun maí þegar tveir ungir menn voru dæmdir fyrir að hafa komið hingað með fölsuð skilríki. Þeir hafa báðir sótt um hæli hér. Umræður hafa meðal annars spunnist um það hvort rétt sé að fangelsa hælisleitendur, en það er ekki gert annars staðar í Evrópu. „Í Evrópu er til úrræði sem er ekki til staðar hér. Það heitir lokuð vistun, eða detention á ensku, og er ekki ósvipað gæsluvarðhaldi. Þetta er húsnæði sem er byggt eins og fangelsi og þar eru verðir og fólk getur lent í einangrun, það bara heitir ekki fangelsi," segir Kristín og bætir því við að vegna þess að úrræði af þessu tagi skorti hér á landi hafi verið ákveðið að notast við gæsluvarðhald. „Það verður að vera úrræði af þessu tagi til staðar því þú getur alltaf verið með einstakling í höndunum sem er hættulegur umhverfinu. Í nágrannaríkjunum eru margir í svona lokaðri vistun. Ef fólk gerir ekki grein fyrir sér og ríki vita ekki deili á því þá er það sett í svona vistun." Þessa heimild segir Kristín að vanti hér á landi, og oftar en ekki gangi einstaklingar sem ekki er vitað hverjir eru lausir. „Við höfum almennt verið mjög heppin með það fólk sem hingað hefur komið, en við vitum aldrei hvenær við fáum hættulega einstaklinga og til þess er þetta kerfi, til að sigta út."
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira