Innlent

Gráösp valin tré ársins

Gráöspin er blendingur milli blæaspar og silfuraspar og nokkuð sjaldgæf hér á landi.
Gráöspin er blendingur milli blæaspar og silfuraspar og nokkuð sjaldgæf hér á landi. Mynd/ Einar gunnarsson

Skógræktarfélag Íslands útnefnir gráösp Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri um daginn. Tréð er í eigu Sigríðar Maríu Hammer og Páls Steindórs Steindórssonar.



Gráösp (Populus x canescens) er blendingur milli blæaspar og silfuraspar. Hún er sjaldgæf hér á landi en er notuð sem garð- og borgartré víða í Evrópu, Vestur-Asíu og Suður-Rússlandi. Uppruni trésins við Brekkugerði 8 er á reiki en talið er að það hafi verið gróðursett um miðjan fjórða áratuginn.



Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins í þeim tilgangi að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.



Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, fluttu ávörp við athöfnina í gær og veitti Magnús þeim Sigríði og Páli viðurkenningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×