Innlent

Forsetaframboð staðfest innan viku

Bessastaðir
Bessastaðir
Sjö frambjóðendur skiluðu tilskildum gögnum til innanríkisráðuneytisins vegna forsetaframboðs en frestur til þess rann út á miðnætti föstudags 25. maí.

Þau eru: Andrea Jóhann Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Ástþór Magnússon Wium, Hannes Bjarnason, Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir.

Frambjóðendur komu til fundar í innanríkisráðuneytinu í dag. Tilgangur fundarins var að upplýsa um þau framboð sem lögð voru inn innan tilskilins tíma, greina frá þeim gögnum sem lögð voru fram og gefa aðilum kost á að tjá sig um þær upplýsingar.

Ástþór Magnússon óskaði þess að færðar yrðu til bókar athugasemdir sínar þess efnis að hann sæi á framlögðum meðmælendalistum annarra frambjóðenda sömu rithönd.

Óskaði hann eftir því að aðrir listar yrðu kannaðir með hliðsjón af þessari athugasemd.

Ráðuneytið mun ljúka yfirferð framlagðra gagna innan viku. Í kjölfar þess verða auglýsingar um hverjir eru í framboði til kjörs forseta undirbúnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×